Góð veiði utan við Sandgerði,



Þá er fyrsti togara listinn fyrir júlí komið hingað á aflafrettir.is

og það eru ansi margir togarar sem eru stopp.

29 metra
en það vekur athygli góð veiði nokkura togara, og þá aðalega 29 metra togararnir

hérna skal litið á þrjá þeirra, en þessir þrír áttu það allir sameiginlegt að vera við veiðar 

rétt utan við Sandgerði, á línunni þar og í beygjunni sem liggur í Norð vestur út frá Sandgerði.

Þetta voru Þinganes SF sem náðu 101,6 tonni eftir aðeins 2 daga á veiðum 

Frosti ÞH sem var með 69 tonn  líka eftir 2 daga á veiðum 

og Harðbakur EA sem var með 93 tonn, og eftir að hafa fyllt skipið þá silgdi 

Harðbakur EA alla leið til Dalvíkur þar sem landað var úr honum og síðan tók við þriggja vikna stopp.

Hjá Harðbaki þá var þorskur uppistaðan í aflanum eða 34,4 tonn, ýsa 27 tonn og ufsi 21 tonn.

hjá Þinganesi SF þá var líka þorskur uppistaðan 47 tonn og ufsi 30 tonn.

aftur á móti þá var mest af ýsu í aflanum hjá Frosta ÞH eða um 45 tonn.

sama svæði og færabátar
Þetta svæði sem þessir togarar voru á veiðum  er sama svæði og færabátar og línubátar frá Sandgerði 

hafa stundað sínar veiðar undanfarin ár, og á mánudeginum þegar að um 50 færabátar frá Sandgerði fóru út, 

þá voru ansi margir þeirra í kringum þessa 29 metra togara, og sumir fór utar enn þeir út .

Veiðin hjá færabátunum var misjöfn, en góð hjá þeim sem voru innan við línuna.

Líklegast eru ekki mörg svæði í kringum landið þar sem færabátar og togarar eru á veiðum á sama svæði

Harðbakur EA mynd Heimir Hoffrits