Grálúðumok hjá Sigurey SI árið 1982.



Á árunum á milli 1980 og vel fram yfir árið 1990 þá var oft mikil mokveiði á grálúðunni útvið við Vestfirðina.  og togarar frá Vestfjörðum voru ansi atkvæðamiklir á þeim veiðum,

á Patreksfirði árið 1982 þá voru þar tvær stórar fiskverkanir.  Oddi HF sem ennþá er til í dag, og Hraðfrystihús Patreksfjarðar.  þar landaði meðal annars báturinn Þrymur BA og togarinn Sigurey .

Reyndar er það nú þannig árið 1982 að togarinn Sigurey er skráð Sigurey SI 71 í aflaskýrslum.   þó svo að seinna meir þá var togarinn BA.

Sigurey SI fiskaði ansi vel í maí árið 1982, og helst var þá grálúða þar uppistaðan,

Togarinn byrjaði á að landa 189,3 tonnum 10 maí og þá var þorskur uppistaðan í aflanum,

næsti túr var ekki langur, einungis fimm dagar enn aflinn var samt 189,6 tonn og af því þá var grálúða 170 tonn.  þetta gerir um 38 tonn á dag,

Síðsta löndun Sigureyjar SI var fullfermi og vel það,

því að Togarinn kom með 232 tonn í land eftir 6 daga túr sem gerir um 39 tonn á dag.  af þessum afla þá var grálúða um 225 tonn af aflanum ,

alls landaði því 611 tonnum í maí í 3 löndunum eða 204 tonn í löndun,


Sigurey SI 71 Mynd Haraldur Karlsson