Grásleppuvertíð á Vopnafirði 1989.

Saga mín varðandi það að safna aflatölum er orðin ansi löng.  ég byrjaði að safna árið 1995 og var þá aðeins 20 ára gamall.  


Safn mítt er orðið gríðarlega stórt og mikið.  elstu aflatölurnar mínar eru frá árinu 1894, og á þessari löngu aflaleið minni

þá ég hef þurft að takast á við að reikna ýmislegt upp til að hafa allar tölur í óslægt.  t.d pund.  poka,  kit og fleira

það hefur tekið mig ansi mörg ár að finna formúlurnar og stuðlanna til þess að geta reiknað þetta allt upp

Ekki hægt að reikna

Enn eitt var þó ekki hægt að finna, og var var að reikna upp grásleppuhrogn yfir í óslægða grásleppu,

því það má eiginlega segja að í gegnum tíðina þá voru grásleppuveiðar svona þöglar veiðar.  lítið var skrifað um þær,  og yfir höfuð

þá var iðulega ekkert fjallað um grásleppuveiðar.

sem dæmi þá var svo til aldrei fjallað um aflatölur einstakra  grásleppubáta.

 Loksins tókst það

Enn núna loksins árið 2021 þá tókst mér að komst yfir formúluna til þess að reikna grálseppuhrogn yfir í óslægða grásleppu.

og fyrsta sem ég ætla að sýna ykkur og er þetta í raun í fyrsta skipti sem svona tölur birtast opinberlega um afla einstakra

 Förum 32 ár aftur í tímann

grásleppubáta.  enn ég fer með ykkur til ársins 1989 og staðurinn er Vopnafjörður.

Þaðan réru alls 14  bátar á grásleppu og tveir af þessum bátum voru í aflatölum ekki með neitt nafn, heldur var notast

við nafn skipstjórans.   

nokkrir bátanna hófu veiðar í enda mars og mestur fjöldi var í apríl og nokkrir fram í maí.  

athygli vekur að Hafborg NS kom mest með alls 8,8 tonn í einni löndun uppreiknað í óslægða grásleppu .  Þessi bátur var með skipaskrárnúmeri

7015 og var seldur burt úr landinu árið 2003.  

Hérna að neðan má sjá afla grásleppubátanna frá Vopnafirði árið 1989.  Listinn er raðaður upp eftir stafrófsröð

enn eins og sést þá var Ólöf NS 69 aflahæstur með 71,3 tonn í 17 róðrum og það telst nú ansi gott samanborið við árið 2021.  

næstur var Hafborg NS sem átti einmitt risaróðurinn 8,8 tonn.  

og síðan eru þarna tvö nöfn Albert Ólafsson og Sveinn SVeinsson sem voru bara nöfn skipstjóranna 

Sknr báts Nafn Afli Landanir Mest

Albert Ólafsson 3.8 16
7133 Andri NS 28 7.8 11
6837 Edda NS 113 49.9 21 4.9
6501 Gæsi NS 77 12.4 17 1.9
532 Guðborg NS 36 4.3 8
7015 Hafborg NS 48 60.2 20 8.8
6986 Hafdís NS 65 34.1 22 3.3
1796 Hárekur NS 49 15.4 15 2.4
b584 Máni NS 34 37.2 21 3.4
7150 Marvin NS 150 20.3 17 2.8
1760 Ólöf NS 69 71.3 17 6.2
824 Örn NS 101 3.2 3
6969 Rita NS 13 35.5 18 4.2

Sveinn Sveinsson Ási 6.2 19


Alls eru þetta um 362 tonn af grásleppu , sem landað var sem hrognum og allt fór til Tanga á Vopnafirði,

ÞEtta er í fyrsta skipti í 15 ára sögu Aflafretta að birtar eru aflatölur um grásleppuveiðar aftur í tímann og ef ykkur líkar þetta þá 

mun ég birta meira svona þegar ég rek augun í það



Hafborg NS mynd Hafþór Hreiðarsson