Grímsi (Grímsnes GK) brann með hörmulegum afleiðingum

Það allra versta sem getur gerst í báti er þegar að eldur kemur upp í báti.

fyrir um einu og hálfi ári þá kom upp eldur í gamla Erling KE sem lá við höfn í Njarðvík og skemmdist báturinn það mikið að hann var dæmdur ónýtur

í nótt þá kom upp mikill eldur í öðrum netabát sem var líka í Njarðvík, Grímsnes GK 555 sem við þekkjum ansi vel

eða Grímsi eins og Sigvaldi skipstjóri á bátnum kallar hann,

Slökkvilið hjá brunavörnum Suðurnesja kom að bátnum um tvö í nótt enn þá voru sjö skipverjar um borð sofandi.

fjórir þeirra komust út að sjálfdsáum ómeiddir, en tveir voru fluttir á sjúkrahús, annar illa haldin af brunasárum á bakinu og er honum haldið sofandi,

Pólskur karlmaður sem var kokkur á Grímsnesi GK og hafði verið með Sigvalda í hátt í 10 ár lést í brunanum , en hann skildi eftir sig konu og unglingssona í Póllandi.

Að sögn Sigvalda þá er báturinn ónýtur algjörlega og rúmlega það.  

Bæði Sigvaldi og Hólmgrimur faðir hans og útgerðarmaður voru mjög miður sínir yfir þessum hörmulega atburði

enn ljóst er að tími Grímsa er búinn.

Aflafrettir færa áhöfn bátsins, Sigvalda og Hólmgrími samúðarkveðjur útaf skipsfélaga þeirra.

















Myndir Gísli Reynisson