Grindavíkurhöfn tæmd

Það hefur ekki farið framhjá neinum þessar miklu hamfarir sem eru í gangi við Grindavík,


miklir jarðskjálftar og eyðilegging er mjög mikil,

þetta hefur þýtt að Grindavíkurhöfn verður líklega ekki notuð mikið á meðan á þessu óvissutímabili er í gangi.

það ræðst í raun allt af því hvort og þá hvenær muni gjósa

Yfir hausttímann þá eru flestir bátanna frá Grindavík að róa og landað fyrir Austan og Norðan og því eru ekki margir bátar

í Grindavíkurhöfn.  núna í dag 13.nóvember þá voru margir bátar frá Grindavík færðir útúr höfninni.  

flestir fóru til Sandgerðis, eins og t.d Research GK.  Birta Dís GK.  Agla ÁR.

Stella GK fór til Hafnarfjarðar.

Auk þessara báta þá kom Oddur V Gíslason björgunarbátur Þorbjarnar í Grindavík til Sandgerðis og Bjarni Þór 

hafnsögubátur Grindavíkurhafnar líka til Sandgerðis

 Dúddi Gísla GK

Dúddi Gísla GK kom líka, enn þessi bátur hefur verið gerður út af fjölskyldu í Grindavík og hafa bátarnir sem hafa heitið þessu nafni
Dúddi Gísla GK alltaf landað í Grindavík þegar þeir hafa verið á veiðum við Suðurnesin.

mjög sjaldan sem að báturinn hefur landað í Sandgerði, þó svo að nafnið Dúddi Gísla eigi sér mjög sterka tenginu við Sandgerði og meira segja við mig 

Gísla eiganda af Aflafrettir.is,

Dúddi Gísla var , hét Þórhallur Gíslason  og hann fæddist í Syðstakoti í Sandgerði og fór undir á sjóinn, enn hann var á sjó í um 40 ár og skipstjóri 
mestan þann tíma.  Dúddi Gísla eins og Þórhallur Gíslason var kallaður réri ætið frá Sandgerði og var mjög fiskin

hann var til dæmis skipstjóri á Muninn GK 342.  Hamar GK 32.  Sæunn GK 343 og gerði síðan út Álaborg GK 175.

1971 þá hætti Þórhallur á sjónum og fór að vinna sem hafnarvörður í Sandgerði og var þar í um 20 ár.  

Dúddi var 102 ára þegar hann lést árið 2018  og því má segja að Dúddi Gísla sé kominn heim aftur.

Það eru mjög fáir bátar eftir í Grindavík eins og til dæmis Hraunsvík GK og Tryllir GK.
Dúddi Gísla GK mynd Gísli reynisson