Handfæralistinn, athugasemd..


Þessi síða sem heitir Aflafrettir er orðinn ansi stór hluti af lífi allra sjómanna á íslandi, og er afsprengi af miklu aflatölu grúski mínu síðastliðin 30 ár eða svo

frá því ég stofnaði þessa síðu árið 2007, þá hafa listarnir verið aðalmálið á síðunni auk frétta sem ég hef skrifað út frá því.

fyrsti flokkur báta sem ég gerði lista um voru frystitogarnir og síðan komu hinir bátarnir hver af öðrum og flokkarnirl

t.d neta, dragnót, lína og fleira,

Mikill tími

framan af þá handreiknaði ég alla báta á íslandi og var það algjör tímaþjófur, sérstaklega yfir sumarið, gat tekið hátt í 30 klukkutíma að reikna bátanna,

ÞEtta lagaðist mikið þegar ég fékk forritið mitt góða og með því hef ég aðgang af gagnagrunni   Fiskistofu og eru Aflafrettir eini fjölmiðilinn á ÍSlandi sem hefur þennan aðgang,

 Einn flokkur skilinn eftir

Einn var samt sá flokkur sem hvað erfirðast var að eiga við og var það listinn yfir handfærabátanna, því þeir eru svo gríðarlega margir, og flókið að reikna það með forritinu

því margir bátanna voru á tveimur veiðarfærum, t.d handfæri og lína , handfæri og net, eða handfæri og grásleppa

það þýddi að ég þurfi að handreikna alla handfærabátanna og það tók gríðarlarlega langan tíma. allt upp í 2 daga að reiknaalla bátanna yfir sumartímann,

ég sá að þetta gat ekki gengið svonaað ég væri að eyða svona gríðarlega miklum tíma í að handreikna bátanna,

Hugsa í lausnum.

svo ég þurfi að hugsa og hugsa.  og tókst að lokum 

að þróa kerfi í EXCEL sem ég nota og tengi við forritið mitt, það gerir það að verkum að ég get uppfært handfæralistann svona oft eins og hefur verið gert

enn hafa ber í huga að listinn er ALLTAF nokkrum dögum á eftir,

t.d nýjsti listinn er til 31.júlí.  og setjum bara upp sem dæmi,  að ef það kemur t.d 10 ágúst, þá mun ég reikna listann til 8.ágúst

þetta er til þess að ég hafi alltaf réttar tölur um bátanna,

 Þið læru lesendur
ég hef alltaf sagt það að aflafrettir eigi bestu lesendur landsins, og þið hafið heldur betur sýnt mér það eftir að ég fór að uppfæra handfæralistanna svona oft

því ég er að fá gríðarlega góð viðbrögð við honum og fyrir það er ég virkielga þakklátur, 

því þið verðið að gera ykkur grein fyrir að ég er að uppfæra listann útum allt því, því ég vinn líka sem rútubílstjóri og t.d núna er ég staddur á Arnarstapa og er að skrifa þennan  pistil


Afhvejru er ég að skrifa þetta. jú til að þið áttið ykkur á því hvernig þetta er, því ég er búinn að fá mikið af skilaboðum um að það vanti róðra, enn ég vona að þið áttið ykkur betur á því 

hvernig ég geri þetta núna, og hafa ber líka í huga að listinn er yfir heilt ár, og strandveiðibátarnir eru ekki teknir úr sérstaklega

ég kveð að sinni með mynd af Sævari SF enn hann er núna aflahæstur miðað við nýjsta listann


Sævar SF mynd Gestur Leó Gíslason