Höfnin á Hofsósi

Skagafjörðurinn fyrir norðan þar er Sauðárkrókur með sinni stóru höfn og þar hafa togarar verið gerðir út í meira enn 40 ár og í raun 


þá má segja togveiðar hafi verið stundaðar frá því fyrir 1970 þegar að Drangey SK hóf veiðar þaðan,

sömuleiðis þá hefur dragnótaveiði alltaf verið stunduð í gegnum árin frá Sauðárkróki,

hinum meginn við Skagafjörðin er lítill bær sem er um 10 falt minni enn Sauðárkrókur og heitir sá bær Hofsós.

þar hefur aftur á móti enginn togveiði verið , enn margir minni bátar stundað þaðan veiðar og bátar frá Sauðárkróki 

hafa í gegnum tíðina landað afla þar, t.d þeir bátar sem voru á dragnóta og netaveiðum.  

Reyndar var það nú þannig að á árum áður þegar að togarar voru all nokkrir á Sauðárkróki.  t.d Hegranes SK,  Drangey SK og Skafti SK


stunduðu veiðar þá fór aflinn af þessum skipin alltaf í 3 frystihús,  og eitt af þeim var staðsett á Hofsósi,

í dag þá fór ég í smá bryggjuleiðangur til Hofsósar og kíkti aðeins á þessa bryggju sem sem er í ansi fallegum stað,

Bjó meðal annars til Myndband

Myndir Gísli Reynisson