Humarvertíðin 2016 er hafin!

Núna er vetrarvertíðin í fullum gangi, mokveiði í net, línu og dragnót.   þó svo að vandamálið er að sumir eru orðnir kvótalitir,


enn ekki eru allir að taka þátt í þessari veislu,

áhöfnin á Fróða II ÁR hóf árið 2015 fyrstu báta að veiða humar og voru lengst af allra humarbáta á landinu árið 2015.  eða fram til jóla .

núna eru þeir aftur byrjaðir og búnir að landa fyrstu humarlöndun ársins 2016, og þar með er humarvertíðin hafin og þar með líka humarlistinn hérna á www.aflafrettir.is,

Fróði II ÁR  kom með 21,2 tonn í land og af því þá var humar 2,8 tonn,


P.S minni svo á að litla könnunin mín er ennþá í gangi.  
Fróði II ÁR mynd Sverrir Aðsteinsson,