Hvar er Langanes GK?

Nýliðin júlí mánuður var óvenjulega góður varðandi netabátanna og afla þeirra,


frá Suðurnesjunum þá réru netabátarnir hans Hólmgríms allan mánuðinn og gekk ansi vel,

þeir lönduðu samtals um 290 tonnum og var Maron GK með um 110 tonn

og Langanes GK með 145 tonn sem er ansi gott miðað við júlí mánuð

núna er ágúst kominn í gang og netabátarnir eru komnir af stað.

allir nema Langanes GK

svo hvar er Langanes GK,

jú báturinn réri í Sandgerði allan júlí mánuð og kom til Njarðvíkur þar sem báturinn ásamt hinum lá yfir verslunarmannahelgina,

30 júilí síðastliðinn þá kom upp eldur í stakkageymslu um borð í Langanesi GK og urðu af því nokkrar skemmdir og mikill reykur var um borð,

að sögn Hólmgríms Sigvaldasonar eiganda Langanes GK þá var mikil mildi að ekki varð meira tjón því allt skipið var lokað og komst 

t.d eldurinn ekki aftur í bátinn enn þar voru netin geymd.  

Nokkur vinna er að þrifa bátinn en það ætti að klárst að næstu dögum.

Stakkageymslan er stjórnsborðsmeginn í bátnum,

Nýr skipstjóri

og það má bæta við að Sigvaldi sonur Hólmgríms hefur verið skipstjóri á Langanesi GK en nú er kominn  nýr skipstjóri á Langanes GK

og er það Jón Árni Jónsson sem var eitt sinn skipstjóri á Grímsnesi GK
Langanes GK mynd Gísli Reynisson