Hvar er makrílinn??


13.júlí árið 2019 þá kom fyrsti makrílinn á land sem veiddur var á handfærabát og var það Fjóla GK sem kom með 8,6 tonn í land í einni löndun,

aflinn í júlí árið 2019 var nokkuð góður af makríl.  sem var veiddur af handfærabátunum 

og sem dæmi má nefna að í júlí árið 2019 þá komu á land um 450 tonn af makríl af handfærabátunum og veiðin var góð 

en núna árið 2020 er allt annað uppá teningi,

því að algjört hrun er í veiðunum og menn spyrja sig 

hvar er eiginlega makrílinn,

Fjóla GK var fyrstur til þess að landa makríl árið 2019 og báturinn var líka fyrstur til þess að landa  makríl árið 2020.

enn aflinn aðeins 316 kíló sem landað var 15.júli,

makrílinn aflinn núna í júlí er aðeins 5960 kíló

já aðeins 6 tonn,  miðað við 450 tonn árið 2019

Þetta er rosalega mikill munur á milli áranna


Aflahæsti makrílbáturinn núna er Votaberg KE með 1,7 tonn og Bergur Vigfús GK með 1,5 tonn báðir í einni löndun,

Fleiri bátar hafa farið á sjóinn ,  t.d Von GK og Rán GK og leitað enn ekki fundið neinn makríl og ekki landað því neinum afla



Votaberg KE mynd Emil Páll