Hvernig er staðan?



Eins og þið vitið þá er í gangi könnun sem ég setti inn í byrjun desember þar sem að þið getið tjáð ykkur og myndað skoðun

ykkar á því hvaða bátur verður aflahæstur í hverjum flokki fyrir sig árið 2021, auk þess nokkura aukaspurninga,

margir hafa spurt mig hvernig staðan er á því núna.

og ætla ég aðeins að kíkja á það með ykkur,

núna hafa hátt´i 250 manns " kosið" og ef við byrjum á bátunum að 8 BT,

að 8 BT
þá hafa þar flestir kostið Birtu SH sem aflahæst eða 43,7%,  á  eftir henni kemur Auður HU með 18,88 %.

AÐ 13BT
í flokki báta að 13 BT þá hafa flestir kosið Guðrúnu Petrínu GK eða 36%, þar á eftir kemur Signý HU með 25%.

AÐ 21BT
Í flokki báta að 21 BT þar er ansi jafnt á milli bátanna og reyndar aflalega séð þá er lítill munur á milli bátanna,

flestir hafa kosið Daðey GK eða 27,7%,  þar á eftir kemur Margrét GK með 25,7% og Síðan Sævík GK með 21,8 %

 Yfir 21 BT
Einn er sá flokkur sem við vitum nú þegar , enn það er hver er aflahæstur báta yfir 21 BT.

Þar trónir Sandfell SU á toppnum enn 65% hafa kosið hann, þar á eftir kemur svo Hafrafell SU.

 Dragnót
ansi athyglisvert er með dragnótabátanna.  þar hafa flestir kosið Bárð SH eða 44,6%, og þar á eftir Steinunni SH eða 35,8 %.

held reyndar að aflahæsti báturinn árið 2021 muni ykkur þykja athylgisverður.

Netabátar
Hjá netabátunum þá eru flestir sem hafa kosið Bárð SH eða 40,7% og þar á eftir Grímsnes GK eða 22%

Línubátar
Hjá línubátunum er Páll Jónsson GK með ansi mikla yfirburði því að 61% hafa kosið hann, og þar á eftir Sighvatur GK með 22%

29 metra togarar
Sömuleiðis hjá togbátunum að 29 metrum þar hafa flestir kosið Harðbak EA eða 55,4%, þar á eftir kemur Bergey VE með 17%

Togarar
Hjá togurnum er ansi mjótt á milli og greinilegt er að þið hafið skiptar skoðanir á hver er aflahæstur þar

Flestir hafa kosið Viðey RE eða 31,2%, þar á eftir Björgúlfur EA 24,5% og síðan Kaldbakur EA 18,8%

Gullver NS eða Ljósafell SU
Ein spurninginn sem ég spyr um er þó ansi hrikalega lítill munur á.

enn það er spurninginn um hvort togarinn á Austfjörðum verður aflahærri,

Þar stendur valið á milli Gullvers NS og Ljósafell SU og staðan núna er þannig að 

51,2 % hafa kosið Gullver NS og 48,8% hafa kosið Ljósafell SU,  munurinn gæti ekki verið minni,

Undir lok ársins þá munu allar aflatölur koma í hús og þá mun ég reikna bátanna og togaranna og þá kemur í ljós 

hvort að þið hafið haft rétt fyrir ykkur í þessari léttu könnun  og jafnvel munu fleiri kannarnir líta dagsins ljós á næsta ári



Gullver NS mynd Þorgeir Baldursson