Indriði Kristins BA 751.


Nýjasti listin yfir báta yfir 21 bt kom í dag 28.mars og þar kemur í ljós að Indriði Kristins BA sem var á toppnum 
var fallin niður í annað sætið.

Indriði Kristins BA er gerður út af Þórsbergi ehf á Tálknafirði , fyrirtæki sem á sér nokkuð langa sögu í útgerð og fiskvinnslu á Tálknafirði.

núverandi bátur er svo til nýr,  hann var kláraður árið 2022 og hóf róðra í ágúst árið 2022, og er því ekki búinn að ná einu ári í útgerð.

gamli Indriði Kristins BA var seldur til Rifs og heitir þar Særif SH.

Þó svo að Nýi Indriði Kristins BA hafi ekki náð einu árí í útgerð þá má segja að báturinn hafi flakkað ansi víða.

báturinn hefur landað á 
Tálknafirði
Bolungarvík
Vopnafirði
Ólafsvík
Grindavík 
og síðan Sandgerði  og þar loksins náði ég að mynda bátinn.


Indriði Kristins BA var með 17 tonna afla sem fiskvinnslan Kambur tók til vinnslu, en sú fiskvinnsla tekur líka fisk frá Kristjáni HF sem líka var þar.

myndband var tekið þegar að Indriði Kristins BA kom til hafnar, 

og hægt er að horfa á það  HÉRNA




Myndir Gísli Reynisson 


Mynd sem úr myndbandinu sem fylgir þessari frétt.