Jökull ÞH ekkert seldur

í gær 1.apríl þá var birt "frétt" þess efnis að Jökull ÞH hefði verið seldur til Nesfisks í Garðinum,


Sú "frétt" var uppspuni frá rótum enn þó voru einhver sannleiksgildi í henni, því að 

t.d jú það var rétt að Nesfiskur hafði átt báta sem hétu Bergur Vigfús GK og voru á netaveiðum 

og líka var það rétt að ég sjálfur var á þeim.    Nesfiskur á til bát í dag sem heitir Bergur Vigfús GK en sá bátur mun 

halda sínu nafni áfram

að hinum bátnum,  Jökull ÞH er það að frétta að hann er nu að verða klár til veiða

og mun verða með 40.000 króka og lestin í bátnum tekum 400 kör eða um 130 til 140 tonn miðað við fullfermi,

ekki er vitað hvað verður um Hörð Björnsson ÞH sem er gamli Þórður Jónasson EA

Viðbrögð manna við "fréttinni " voru frekar misjöfn,  sumir sögðu að þetta væri bölvað kjaftæði, á meðan aðrir

voru að velta fyrir sér hvort að Nesfiskur væri að fara að veiða grálúðuna á bátnum,

Þórður skipstjóri fékk slatta af skilaboðum en hann vissi af þessari "frétt" og því svaraði hann ekki þeim



Jökull ÞH Mynd Gísli Reynisson