Karfamok hjá Kristínu ÞH á færi!


Ágúst mánuður var ansi góður hjá þeim bátum sem voru á handfæraveiðum víða um landið.

uppistaðan í aflanum hjá bátunum var að mestu þorskur og ufsi, og einhver meðafli líka með.

Hörður Þorgeirsson sem gerir út bátinn Kristínu ÞH frá Raufarhöfn lent í ansi góðri færaveiði á karfa í ágúst.

Hjá færabátunum þá kemur af og til karfi á færin, en iðulega er ekki um mikið magn að ræða

aftur á móti þá var nú gullkarfa aflinn hjá Herði núna í ágúst ansi mikill

því samtals þá landaði Kristín ÞH um 2,8 tonnum af karfa sem fengust á færin,

stærsti róðurinn vekur þónokkra athygli

því rétt undir lokin á ágúst núna 2023 þá kom Kristín ÞH með í land 1,9 tonn

og af því þá var karfi 984 kíló , deginum eftir þá kom Kristín ÞH aftur með ansi mikið að karfa því þá var báturinn með 1,6 tonn 

og af því var karfi 721 kíló.  

Samtals landaði því Kristín ÞH 1,7 tonni af karfa í tveimur róðrum.

þessi stóri karfaróður 984 kíló er mjög sérstakur, og þetta gæti verið með stærstu karfa löndunum á færum hérna á landinu.

og því má kanski segja að þetta sé karfamok á handfærio

en það skal tekið fram að ég hef ekki skoðað aflatölur um það, því maður býst ekki við að færabátur nái svo til fullfermi að karfa 

Miðað við verð á fiskmarkaði þá var meðalverð á karfa um 225 krónur , svo þessi karfaafli hjá Kristínu ÞH var um 600 til 650 þúsund krónur



Kristín ÞH mynd Raufarhafnarhöfn