Kóngurinn Oddur K. Sæmundsson á Stafnesi KE 130 (1993-2000)

Skipstjórar í gegnum tíðina eru margir, og sumum gekk  betur enn öðrum.


og oft á tíðum þá eru mörg nöfn nefnd um skipstjóra sem hafa skarað hafa frammúr útaf fisksæld sinni

til að mynda Eggert Gíslason sem meðal annars var með Víði II GK.  Gísla Árna RE 
Jón Magnússon á Patreksfirði sem var t.d með Garðar BA 
Benóný Friðriksson eða Binni í Gröf sem var t.d með Gullborgu VE 
Ásgeir Guðbjartsson sem var t.d með Guðbjörgu ÍS.

og fleiri skipstjóra væri hægt að nefna enn þá yrði inngangurinn svo rosalega langur.

Kóngurinn
Á árunum frá um 1993 til aldamótanna 1999-2000. þá var mikið um að vera í íslenskum sjávarútvegi.  rækjuveiðar gengu vel og 
uppsjávarskipin veiddu vel af loðnu.  
samhliða því þá voru mjög margir bátar á veiðum allt upp í 1900 yfir árið.  mjög margir á færum.

en á þessum árum þá var einn skipstjóri sem bar af varðandi fisksæld og hversu vel honum gekk að veiða ásamt áhöfn sinni.

þessi skipstjóri var líka alltaf með sama veiðarfærið.

Þarna er verið að tala um Odd K Sæmundsson skipstjóra á Stafnesi KE 130.

Eða Kónginn Odd K Sæmundsson 

Oddur var skipstjóri á Stafnesi KE mest allan þann tíma sem að báturinn var gerður út og á árunum frá 1993 til 2000 

þá er alveg óhætt að segja að Oddur hafi verið kóngurinn yfir alla aðra sem voru á veiðum á þessum árum.

Oddur ásamt áhöfn sinni réri alltaf með net, og þótt hann réri alltaf með netin þá náði báturinn undir hans stjórn að verða aflahæstur ár eftir ár



árið 1993,  

þá var Stafnes KE eini báturinn á Íslandi sem veiddi yfir 2000 tonnin, endaði með 2393 tonn í 146 róðrum og var með 400 tonnum meiri afla enn 
báturinn sem var í öðru sætinu,

vetrarvertíðina þá var Stafnes KE í sæti númer 3.  með 916 tonna afla.  Valdimar SVeinsson VE var þá hæstur með um 980 tonn og Friðrik Sigurðsson ÁR númer 2 með um 950 tonn,

Árið 1994. 
þá var Grétar Mar jónsson skipstjóri kominn með netabátinn Berg Vigfús GK og bæði Oddur og Grétar Mar ásamt Guðmundi Rúnari skipstjóri á Happasæl KE
þessir þrír skipstjórar réru allt árið á netabátum sínum og veiddu allir yfir 2000 tonnin og réru allir þrír mjög stíft.

En á endanum þá endaði Oddur aflahæstur annað árið í röð með 2470 tonn í 142 róðrum , Bergur Vigfús GK var þá með 2381 tonn og Happasæll KE 2247 tonn.

á vertíðinni 1994 þá var Oddur Sæm í baráttu við Grétar Mar og enduðu báðir með yfir eitt þúsund tonna afla, þar sem að Grétar Mar á Bergi Vigfúsi GK endaði með 1099 tonn 
enn Oddur var rétt á eftir með 1081 tonn.

Árið 1995.  
Enn og aftur þá voru Oddur Sæm og Grétar Mar aftur að veiða mjög vel á netunum og stungu báðir alla aðra báta af, hvort sem þeir voru 
á trolli eða á línu.  Bergur Vigfús GK endaði með 2605 tonna afla. enn Stafnes KE endaði með 2890 tonn í 139 róðrum og 
varð líka aflahæstur á vertíðinni 1995 með 1267 tonna afla.  kemur ekki á óvart enn Bergur Vigfús GK var rétt á eftir með 1250 tonna afla

Árið 1996.

Ef árið 1995 var gott fyrir áhöfnina á Stafnesi KE , þá var árið 1996, enn þá betra, því að báturinn veiddi ansi vel og varð enn og aftur langaflahæstur allra  báta á ÍSlandi.
landaði alls 2966 tonnum í 127 róðrum og næsti bátur á eftir honum var Núpur BA frá Patreksfirði sem var að veiða með beitningavél á línu og endaði með 2633 tonna afla,

á vertíðinni 1996 þá endaði Stafnes KE með 991 tonna afla og í öðru sætinu , en þá var línubáturinn Skarfur GK hæstur með 1023 tonn.

athygli vekur að Stafnes KE eiginlega mokveiddi um sumarið og haustið því báturinn landaði þá um 2000 tonnum af fiski,

Árið 1997.  Met árið 

Risaár hjá Stafnesi KE og eitt það allra stærsta ár sem að  Íslenskur netabátur hefur náð að veiða á einu ári.  þetta byrjaði með mokveiði á vertíðinni 1997.
því þá var Stafnes KE langhæstur með 1790 tonna afla og var með um 700 tonna meiri afla enn næsti bátur á vertíðinni, sem var Hringur GK sem var með 1109 tonna afla,

yfir árið þá náði Stafnes KE metafla því að báturinn landaði alls 3426 tonnum í 127 róðrum og það allt á netum.  

Fáir netabátar á ÍSlandi hafa náð að veiða yfir þrjú þúsund tonna ársafla og það á netum og því er þessi risalafli hjá Stafnesi KE vægast sagt mjög merkilegur,

Árið 1998.
þegar hérna er komið við sögu þá er orðin nokkur fjölgun á línubátum sem réru með beitningavél og einn af þeim var báturinn Sighvatur GK frá Grindavík.
Sighvatur GK var aflahæstur árið 1998 með 2712 tonna afla enn Stafnes KE kom þar á eftir með 2583 tonna afla og á vertíðinni 1998
þá var Stafnes KE aflahæstur með 1286 tonna afla,

Árið 1999.
Þetta ár þá réri Oddur Sæmundsson og áhöfn hans á Stafnesi KE ekki frá 15 maí til 1.september og þar af leiðandi endaði báturinn í 12 sæti yfir aflahæstu bátanna árið 1999
með 2082 tonna afla, en það ár var Sighvatur GK aftur hæstur með 3000 tonna afla 

á vertíðinni 1999 þá voru tveir bátar sem báru af varðandi afla og það voru Brynjólfur VE frá Vestmannaeyjum og Stafnes KE

Stafnes KE endaði næst aflahæstur með 1311 tonna afla en Brynjóflur VE var aðeins ofar með 1324 tonna afla,

á þessum árum þá eins og sést þá réru Oddur Sæmundsson ásamt áhöfn sinni á Stafnesi KE mjög mikið og landaði alls um 19 þúsund tonna afla og 

eini veiðiskapurinn sem báturinn stundaði voru netaveiðar.  

og þótt að báturinn væri skráður frá Keflavík þá var aðallöndunarhöfn bátsins, að það var Sandgerði

því af þessum um 19 þúsund tonna afla þá voru um 15 þúsund tonn lönduð í Sandgerði.

þar á eftir kom Hornafjörður með um 3 þúsund tonna afla og Keflavík með restina,

titilinn á þessari fréttir er Kóngurinn Oddur K.Sæmundsson  á Stafnesi KE segir eiginlega ansi mikið um þetta
því að ná svona árangri að verða aflahæstur ár eftir ár, bæði yfir árið og líka yfir vertíð 
er ekki á hvers manns færi og sérstaklega að halda tryggð við sama veiðarfæri eins og hann gerði.

sérstaklega er þetta ár 1997, ótrúlegt svo ekki sé meira sagt

þessi fengsæli skipstjóri lést í apríl árið 2020.

 ÉG minni svo á að kíkja á könnun ársins 2023.





Stafnes KE mynd Sveinn  Ingi þórarinsson


Oddur Sæmundsson skipstjóri