Langanes GK í staðinn fyrir Erling KE


Það var greint frá hérna á Aflafrettir núna fyrir nokkrum dögum síðan að mikill eldur kom upp í Erling KE núna um áramótin,


Áhöfnin á Erling KE var ekki byrjuð að veiða neitt af úthlutuðum kvóta sínum sem er rúmlega 1500 tonn, og var planið að fara út

strax 2.janúar.

Vegna þess að eldurinn í Erling KE var það mikill þá var um altjón að ræða og endalok bátsins því framundan,

Leit hófst þá að öðrum báti, og það eru nú reyndar ekki margir netabátar á lausu hérna á landinu,

þó á Hólmgrímur nokkra netabáta og einn af þeim er LAnganes GK sem landaði síðast í júlí 2020.   Vegna þess að þorskkvótinn

var skorinn niður um rúm 30 þúsund tonn þá ákvað hann að setja Langanes GK í geymslu í Njarðvíkurslipp

Núna hefur Langanes GK verið settur niður og mun Halldór  Guðjón Halldórsson skipstjóri á Erling KE taka við Langanesi GK og með áhöfn sinni

fara vonandi út eftir helgi til veiða.  

Saltver sem gerir út Erling KE mun leigja Langanes GK af Hólmgrími þessa vertíð og kemur síðan í ljós hvort þeir munu kaupa bátinn.

Halldór eða Dóri sagði í samtali við Aflafrettir að honum litist nokkuð vel á bátinn, enn hann er nokkuð minni enn Erling KE

og sagði Dóri að um borð í Erling KE þá gátu þeir verið með helling af netum um borð, enn mun minna í Langanesi GK,

enn hann eins og aðrir búast við mokveiði á vertíðinni og munu því ekki þurfa það mikið af netum,

Hólmgrímur er búinn að eiga LAnganes GK  síðan árið 2019, enn þar á undan hét báturinn Grundfirðingur SH, og þar á undan Hringur GK.

Hólmgrímur hefur alltaf hugsað mjög vel um bátanna sína og því er áhöfnin á Erling KE að fá nokkuð góðan bát fyrir komandi vertíð.

Langanes GK myndir Gísli Reynisson