Leki kom að Kagtind II í Noregi, ( fyrrum Oddeyrin Ea)

Oddeyrin EA er nafn sem að Samherji ehf  hefur notað á nokkur skipa sinna.  til dæmis 

þá keypti fyrirtækið loðnubátinn Albert GK árið 1994 og skírði hann Oddeyrin EA.

árið 2007 þá kaupir fyrirtækið frystitogara sem fékk nafnið Oddeyrin EA 210, og sá togari var síðan lengdur og 
síðan seldur til Noregs árið 2017,

Kagtind II

þar í Noregi fékk togarinn nafnið Kagtind II.  

árið 2022 þá gekk togaranum ansi vel og veiddi í kringum 10 þúsund tonn af fiski, mest þorski,

en núna þetta ár, þá hefur árið gengið brösulega hjá Kagtindi II.  

það byrjaði í apríl þegar að togarinn var að koma til hafnar í Trömsö í Noregi að togarinn silgdi mjög harkalega

á bryggjuna þar og skemmdist töluvert mikið á stefni skipsins,

útaf því þá var togarinn stopp í um 2 mánuði, en komst lok á veiðar í enda maí.

 Leki 
Núna í enda október  þá var togarinn að veiðum Norður frá Noregi við Bjarnarey 

þegar að skipstjóri Kagtind II Sendi neyðarkall og tilkynnti um að leki væri kominn að togaranum,

Um borð í Kagtindi II var þá 21 manna áhöfn og kom í ljós að lekinn var í vélarrúminu og drapst á aðalvél skipsins,

Norska strandgæslan sendi strax á vettvang þyrlu sem kom á vettvang með 2 dælur og fór síðan sú þyrla til Svalbarða.

Línubáturinn  Veststeinen var næstur Kagtindi II  og kom að togarnum til að vera til aðstoðar ef þyrfti,

og sagði skipstjórinn Jarl Magne Silden að " svona er þetta á sjónum, við lítum eftir hver öðrum og erum tilbúnir í að aðstoða hvern annan ef þarf" sagði skipstjórinn á Veststeinen

áhöfn Kagtinds II náði að stöðva lekann og náði að ræsa aðalvélina

Kagtind II náði síðan að sigla fyrir eigin vélarafli til Trömsö enn bátur frá Norsku strandgæslunni fylgdi togaranum 

Ekki er vitað um orsök fyrir lekanum, en hvort tenging sé á milli þess þegar að Kagtind II silgdi á bryggjuna í apríl verður kannað betur.


Kagtind II Mynd Philippe Variot


Vesteinen mynd Magnar Lyngstad