Línubátar í mars.nr.2.2022

Listi númer 2.


Ansi góð veiði og Sighvatur GK mest með 149 tonn í einni löndun,  og sá eini sem er yfir 400 tonnin kominn

Þeir eru reyndar ekki nema 9 bátarnir , og tíundi báturinn Jökull ÞH er á netum núna og gengur ansi vel á þeim veiðum.

ef hann væri á þessum lista þá væri Jökull ÞH í sæti númer 4 þar sem að Valdimar GK er núna

En valdimar GK er hæstur af Þorbjarnarbátunum og mest með 108 tonn í einni löndun

Valdimar GK mynd Vigfús Markússon 



Sæti áður Nafn Heildarafli Róðrar Mesti afli Höfn
1
Sighvatur GK 57 421.1 3 148.6 Keflavík, Grindavík
2
Páll Jónsson GK 7 351.1 3 122.2 Hafnarfjörður, Grindavík
3
Fjölnir GK 157 320.5 4 116.2 Grindavík, Hafnarfjörður, Bolungarvík
4
Valdimar GK 195 261.2 3 108.2 Hafnarfjörður, Grindavík
5
Rifsnes SH 44 238.3 3 86.8 Rif
6
Tjaldur SH 270 222.1 3 92.9 Rif
7
Hrafn GK 111 203.4 3 107.9 Grindavík, Hafnarfjörður
8
Núpur BA 69 182.9 5 71.4 Patreksfjörður
9
Örvar SH 777 156.0 2 82.4 Rif