Línubátar í nóv.nr.4.2022. Sighvatur með risamánuð.

Listi númer 4.


Lokalistinn,

Þvílíkur mánuður, 

fyrir það fyrsta þá voru allir bátarnir á þessum lista nema minnsti báturinn, Núpur BA sem náðu yfir 100 tonn í löndun

og ekki nóg með það því að fjórir bátar náðu yfir 500 tonn aflann

kóngarnir voru þó tveir bátar.

Páll Jónsson GK sem var með 690,5 tonn í 5 róðrum 

og Sighvatur GK sem gerði sér lítið fyrir og fór í 726 tonn í 5 róðrum 

það má geta þess að síðasti róður Sighvats GK var á línuslóðinni utan við SAndgerði og kom báturinn með til Grindavíkur 122 tonn eftir veiðar þar

Athygli vekur að bæði Páll Jónsson GK og Sighvatur GK voru svo til báðir með sama afla í stærstu löndun sinni,

Páll Jónsson GK var mest með 153,663 kg
Sighvatur GK var mest með 153,902 kg,  aðeins 239 kg munur


Sighvatur GK mynd Elvar Jósefsson



Sæti áður Nafn Heildarafli Róðrar Mesti afli Höfn
1 3 Sighvatur GK 57 725.8 5 153.9 Grindavík, Skagaströnd, Grundarfjörður
2 1 Páll Jónsson GK 7 690.5 5 153.7 Skagaströnd
3 2 Fjölnir GK 157 591.8 5 134.4 Skagaströnd
4 7 Örvar SH 777 546.2 5 123.8 Rif
5 5 Valdimar GK 195 468.9 6 109.1 Grundarfjörður, Hafnarfjörður
6 4 Jökull ÞH 299 456.3 5 103.6 Raufarhöfn, Húsavík
7 6 Tjaldur SH 270 436.3 4 121.3 Rif
8 8 Rifsnes SH 44 400.0 4 120.2 Rif
9 9 Núpur BA 69 236.4 6 59.5 Patreksfjörður