Línubáturinn Masilik strandaður.


Línubáturinn Masilik strandaði núna um kvöldmatarleytið utan við Ásláksstaði á Vatnsleysuströnd.

Miðað við trakkið á bátnum þá var báturinn að koma frá Grænlandsmiðum og hafði haldið um 10 mílna hraða, enn við Garðskagavita

þá dettur hraðinn að hluta til alveg niður í 2 mílur , tekur báturinn síðan beina stefnu yfir flóann og á strandstað.

um borð í bátnum er 19 manna áhöfn  og mun áhöfnin vera um borð þangað til að reynt verður

að toga bátinn af strandstað á flóði klukkan 0500 í nótt.  Á staðnum eru varðskipið Freyja og dráttarbáturinn Hamar frá 

Hafnarfirði.   Aðstæður eru góðar á strandstað , nokkuð hvasst enn vindur stendur frá landi .

Ég fór á svæðið þarna áðan og ansi hvasst var og frekar erfitt að mynda, enn tók eftir því að skrúfan var á fullu því mikið 

rót á sjónum var aftan við skipin.  nokkur stjórnborðshalli er á bátnum.


Myndir Gísli Reynisson