Litli báturinn Gullbrandur NS, ansi merkilegt
Þegar litið er yfir smábátaflota íslendingar og maður veltir fyrir sér, hvaða bátur hefur haft lengsta nafnið í útgerð af smábátunum.
það koma ekki margir bátar upp í hugann, enn þó er það helst Litlitindur SU frá Fáskrúðsfirði sem hefur haft sama nafn í vel yfir 30 ár.
á Bakkafirði má segja að hafi verið bátur gerður út í ansi mörg sem algjörlega hefur farið framhjá mér því þessi bátur á sér orðið
mjög langa sögu í útgerð á íslandi,
þessi bátur heitir Gullbrandur NS 31 og er svipaður að stærð og Litlitindur SU , en Gullbrandur NS er aðeins 8 metrar á lengd og 6,23 tonn,
Núna síðstu ár þá hefur báturinn róið einungis á handfærum enn þar á undan þá réri báturinn á netum fram í lok maí eða byrjun júni
og óhætt er að segja að netasókn bátsins veki ansi mikla athygli,
til dæmis árið 2002 þá fór báturin í 20 róðra í maí og landaði þá 35,2 tonnum og mest 4,1 tonn í róðri
árið 2001 þá fór báturinn í 23 róðra í maí og landaði þá 32,7 tonnum,
enn risamánuðurinn hjá þessum litla báti sem ég hef fundið
var´i maí árið 1995,
þá fór Gullbrandur NS í alls 28 róðra í maí og landaði þá 45 tonnum sem er gríðarlega mikill afli á báti sem er ekki nema 6,2 tonn,
Hérna að neðan má sjá í töflu róðranna og afla per róður í maí árið 1995, en eins og sést þá réri báturinn mjög þétt, og t.d á tímabilinu 10 til 20 maí fór báturinn í 11 róðra eða réri á hverjum einasta degi
| dagur | afli |
| 1 | 316 |
| 2 | 908 |
| 3 | 3,989 |
| 4 | 2,065 |
| 6 | 3,713 |
| 7 | 847 |
| 8 | 710 |
| 9 | 493 |
| 10 | 3,221 |
| 11 | 2,706 |
| 12 | 1,642 |
| 13 | 865 |
| 14 | 1,864 |
| 15 | 1,802 |
| 16 | 2,148 |
| 17 | 2,145 |
| 18 | 1,884 |
| 19 | 3,330 |
| 20 | 1,731 |
| 22 | 3,321 |
| 23 | 874 |
| 24 | 1,648 |
| 25 | 1,070 |
| 26 | 964 |
| 27 | 655 |
| 28 | 1,310 |
| 29 | 1,599 |
| 30 | 865 |
| 31 | 1,133 |
Já ég held að það megi alveg segja að þessi bátur Gullbrandur NS sé hvað skal segja mest faldasti báturinn á Íslandi enn á sér samt mjög merkilega og langa útgerðarsögu á landinu þótt faír viti um það

Gullbrandur NS mynd Víðir Már Hermannsson