"Loðnubáturinn" Kristján HF


Smábátur, hvað er það.    í Íslenski orðabók er skilgreininginn á orðinu Smábátur svona

" smábátur eru minnstu skip sem stunda fiskveiðar í atvinnuskyni  " og   " lítill bátur".

á árum áður þá var oft miðað við að bátur undir 10 tonnum væri smábátur eða trillur og allt þar ofan við væri bátur,

þetta hefur síðan breyst og í dag þá er smábátur ekki beint smábátur eins og var áður fyrr.  

Núna eru bátarnir sem margir hverjir eru krókabátar , en þeir mega þá einungis veiða á línu og handfærum 

og  margir þeirra báta eru orðnir upp að 15 metra langir og um 30 tonn af stærð.

Kvótinn sem er á krókabátunum er inní lokuðu kerfi og ekki er hægt að millifæra kvóta frá krókakerfinu og yfir í aflamarkskerfið 

sem stærri bátarnir eru inní.  

Kristján HF er einn af þessum stóru krókamarksbátum sem er gerður út krókakerfinu og er með um 2111 tonna þorskígildiskvóta

veiðar á Kristjáni HF hafa gengið vel og er báturinn á veiðum núna við Suðurnesin.

Fyrir nokkrum dögum síðan þá voru 732 tonn af þorski sett inn í  Skiptipott vegna skerðinga og útúr því 

komu 1066 tonn af loðnu.,

sem voru skráð á Kristján HF en færð yfir á Víking AK 100 sem er loðnuskip í eigu Brims ehf

Kristján HF er í eigu Kamps ehf sem er í eigu Brims

Þess má geta að Kristján HF getur með engu móti veitt loðnu og því vekur þetta nokkra athygli þessi skipti, því þarna er kvóti að fara út krókamarkskerfinu 

yfir í aflamarkskerfið, reyndar í formi loðnu.


Kristján HF mynd Sverrir Aðalsteinsson