Loðnuveiðar Vetrarvertíð árið 1993

Núna árið 2023 er loðnuvertíðin í fullum gangi, og því ákvað ég að setja saman lista yfir loðnuvertíðina , veturinn árið 1993


vægast sagt ansi merkilegt að bera þessi 2 ár saman, þó aðeins séu 30 ár þarna á bakvið.

hið fyrsta sem maður tekur strax eftir er á hversu mörgum höfnum á landinu var landað loðnu,  og það sést mjög vel 
þegar reiturinn Höfn er skoðað.  til að mynda landaði Grindvíkingur GK loðnu á 8 höfnum.

annað sem vekur mikla athygli er að þrátt fyrir að núna í mars 2023 sé loðnuflotinn svo til á veiðum rétt utan við SAndgerði , 

að þá kemur ekki eitt einasta gramm af loðnu til Suðurnesjanna, en þarna árið 1993 kom loðna til Grindvíkur, Sandgerðis og Keflavík,  enn rétt er að hafa í huga 
að þegar talað erum Keflavík, þá er verið að meina Helguvík.

Þessi vertíð 1993 markaði líka endalok fyrir 2 mjög svo fengsæl loðnuskip

hið fyrra var Sjávarborg GK,  en báturinn landaði aðeins 409 tonnum í einni löndun á Raufarhöfn og þar með lauk sögu skipsins á íslandi,

hinn báturinn sem var með sína síðustu loðnuvertíð var Hilmir NK, sem áður var Hilmir SU, en Hilmir NK varð næst aflahæsti loðnubáturinn á vertíðinni 1993.


Alls voru 11 bátar sem náðu yfir eitt þúsund tonn af loðnu í löndun og stærsta lönduninn átti Sigurður VE 1424 tonn og þar á eftir kom Hólmaborg SU með 1375 tonn.

 Minnstu bátarnir og Dagfari ÞH
Alls 27 bátar náðu yfir 10 þúsund tonn á loðnuvertíðinni og í þessum hópi voru svo til tveir af minnstu loðnubátunum .  Keflvíkingur KE 
og Dagfari ÞH.  báðir þessir bátar voru með fullfermi rétt yfir 500 tonnin 
Dagfari ÞH var ívið minni enn Keflvíkingur KE og kanski aðalástæðan  fyrir góðu gengi Dagfara ÞH var sú að báturinn landaði í mars allri loðnu í Sandgerði og báturinn 
veiddi loðnuna rétt utan við höfnina, og það kom fyrir að báturinn landaði tvisvar á dag í Sandgerði.

Þó svo að bátur nái yfir eitt þúsund tonn af loðnu í túr, þá er ekki þar með sagt að viðkomandi bátur verði aflahæstur

því alls voru það 5 bátar sem veiddu yfir 18 þúsund tonn af loðnu.

 Höfrungur AK og Guðmundur VE
og það sýnir þessi list greinilega, því að inná topp 6 eru tveir bátar sem voru með fullfermi í kringum 900 tonnin.  
það voru Höfrungur AK sem kom mest með 876 tonn í land, enn hann var í svipaðari stöðu og Dagfari ÞH að hann landaði í mars öllum aflanum sínum á Akranesi
og það gerði það að verkum að stutt var á miðin fyrir Höfrung og endaði báturinn í 6 sætinu yfir landið.

Aflahæsti báturinn vekur ansi mikla athygli, því Guðmundur VE endaði aflahæstur og þrátt fyrir að ná ekki yfir 1000 tonn í einni löndun, heldur 920 tonn.

í mars þá landaði Guðmundur VE öllum sínum afla í Vestmannaeyjum.


Guðmundur VE mynd af Facebook síðu Guðmundar VESæti sknr Nafn Afli Landanir Mest Höfn
39 1586 Sjávarborg GK 6 409.1 1 409.1 Raufarhöfn
38 1000 Guðmundur Kristinn SU 404 888.3 5 257.1 Fáskrúðsfjörður
37 4618 Ammasat GL-28 ( áður Harpa RE) 1081.2 2 540.9 Eskifjörður
36 1512 Grindvíkingur GK 7784.1 12 1020.7 Seyðisfjörður, Eskifjörður, Þórshöfn, Siglufjörður, Keflavík, Grindavík
35 1401 Gullberg VE 7985.6 16 596.5 Vesmannaeyjar, Reykjavík, Seyðisfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður
34 264 Þórður Jónasson EA 8354.5 13 719.2 Seyðisfjörður, Þórshöfn, Raufarhöfn, Krossanes
33 1411 Huginn VE 65 8894.5 20 581.1 Vestmanneyjar, Patreksfjörður, Siglufjörður, Raufarhöfn, Þórshöfn, Seyðisfjörður,Eskifjörður, Reyðarfjörður
32 1060 Súlan EA 300 8956.7 15 800.2 Reyðarfjörður, Neskaupstaður, Seyðisfjörður, Vopnafjörður, Þórshöfn, Krossanes, Ólafsfjörður, Siglufjörður
31 1031 Bergur VE 9109.6 22 566.4 Fáskrúðsfjörður, Eskifjörður, Seyðisfjörður, Þórshöfn, Vestmannaeyjar
30 1020 Guðmundur Ólafur ÓF 40 9122.6 18 618.3 Raufarhöfn, Bolungarvík, Raufarhöfn,Eskifjörður, Reyðarfjörður
29 1030 Björg Jónsdóttir ÞH 9301.3 20 612.6 Akranes, Bolungarvík, Siglufjörður, Raufarhöfn, Þórshöfn, Seyðisfjörður,Eskifjörður, Hornafjörður
28 1501 Þórshamar GK 75 9605.3 20 579.7 Sandgerði, Keflavík, Þórshöfn, Vestmannaeyjar, Siglufjörður, Reykjavík,Neskaupstaður, Hornafjörður
27 1037 Dagfari ÞH 70 10194.8 28 524.3 Sandgerði, Reyðarfjörður, Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar
26 1070 Húnaröst SF 550 10485.7 17 759.1 Akranes, Þórshöfn, Reyðarfjörður, Hornafjörður
25 1029 Svanur RE 40 10525.3 21 709.1 Raufarhöfn, Reykjavík, Siglufjörður,Seyðisfjörður, Reyðarfjörður, Neskaupstaður
24 967 Keflvíkingur KE 11123.7 26 539.4 Reyðarfjörður, Seyðisfjörður, Raufarhöfn, Siglufjörður, Vestmannaeyjar, Bolungarvík, Akranes, Reykjavík
23 1807 Hákon ÞH 250 11516.1 12 1102.3 Raufarhöfn,Krossanes, Seyðisfjörður.Siglufjörður
22 1504 Bjarni Ólafsson AK 11745.4 15 998.8 Akranes, Vestmannaeyjar, Siglufjörður, Þórshöfn, Eskifjörður, Seyðisfjörður
21 155 Jón Kjartansson SU 11762.5 15 1144.9 Eskifjörður
20 1048 Faxi RE 12113.9 29 635.6 Reykjavík, Vestmannaeyjar, Siglufjörður, Bolungarvík, Eskifjörður, Seyðisfjörður
19 979 Víkurberg GK 1 12158.1 21 672.8 Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður, Vopnafjörður, Þórshöfn, Siglufjörður, Akranes, Grindavík
18 1610 Ísleifur VE 12181.3 18 736.9 Vestmannaeyjar, Siglufjörður, Raufarhöfn, Þórshöfn, Seyðisfjörður, Reyðarfjörður
17 1061 Sighvatur Bjarnason VE 81 13427.1 25 656.6 Vestmannaeyjar, Þórshöfn,
16 1742 Jón Finnson RE 506 14127.8 15 1091.5 Reyðarfjörður, Seyðisfjörður, Raufarhöfn, Siglufjörður, Vestmannaeyjar
15 1011 Gígja VE 14357.8 27 740.6 Vestmannaeyjar, Reyðarfjörður, Seyðisfjörður
14 1046 Albert GK 14620.5 25 735.1 Reyðarfjörður, Seyðisfjörður, Raufarhöfn, Siglufjörður, Vestmannaeyjar, Sandgerði
13 1006 Háberg GK 14644.8 28 656.8 Grindavík, Reyðarfjörður, Seyðisfjörður, Vopnafjörður
12 1062 Kap II VE 14698.1 28 701.1 Vestmannaeyjar, Eskifjörður, Seyðisfjörður
11 1012 Örn KE 13 14734.9 24 737.4 Vestmannaeyjar, Reykjavík, Akranes, Siglufjörður, Reyðarfjörður
10 1002 Sunnuberg GK 199 15126.9 26 812.4 Grindavík,Fáskrúðsfjörður, Seyðisfjörður, Þórshöfn, Siglufjörður, Vestmannaeyjar
9 1293 Börkur NK 15871.1 16 1312.5 Neskaupstaður, Siglufjörður
8 130 Júpiter ÞH 16933.3 16 1286.5 Siglufjörður, Vestmanneyjar, Akranes, Reykjavík, Eskifjörður, Reyðarfjörður
7 1525 Hóllmaborg SU 11 17289.5 16 1374.7 Eskifjörður
6 1413 Höfrungur AK 91 17652.8 24 876.1 Bolungarvík, Akranes,Seyðisfjörður, Þórshöfn, Raufarhöfn
5 1903 Helga II RE 373 18076.5 21 1100.1 Siglufjörður, Reyðarfjörður, Vestmannaeyjar, Eskifjörður, Þórshöfn
4 220 Víkingur AK 100 18433.2 19 1317.1 Akranes, Bolungarvík, Seyðisfjörður, Siglufjörður
3 183 Sigurður VE 15 18475.2 19 1424.6 Krossanes, Siglufjörður, Vestmannaeyjar, Reykjavík
2 1551 Hilmir NK 171 18705.6 17 1338.3 Neskaupstaður, Vestmannaeyjar,Raufarhöfn
1 1272 Guðmundur VE 18791.8 25 920.3 Vestmannaeyjar, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Seyðisfjörður, Þórshöfn, Raufarhöfn