Lundey SK seldur til Grímseyjar

Báturinn með skipaskrárnúmerið 2718 er ansi vel þekktur hérna á landinu,


þessi bátur hét lengi vel Dögg SF ( SU) og átti mörg aflamet og til að mynda þá stendur ennþá aflametið sem að báturinn 
setti á línu fyrir rúmum 10 árum síðan þegar að báturinn kom með um 24 tonn í land í einum róðri,

árið 2021 þá var báturinn seldur til FISK seafood á Sauðárkróki og var þá bátnum breytt ansi mikið

úr línubáti yfir í netabát.  og það má lesa frétt um þær breytingar


Þegar báturinn var seldur til Sauðárkróks þá fékk báturinn þar nafnið Lundey SK og skipstjórinn var Ásbjörn Óttarsson ,  bátnum hefur gengið vel á netunum 


Lundey SK réri á netum núna alveg fram í byrjun nóvember en þá var bátnum lagt því að FISK seafood leigði Hafborgina EA til Sauðárkróks
og fékk sá bátur nafnið Hafdís SK 4,

Um þann bát má lesa frétt HÉRNA


Núna hefur Lundey SK verið seldur til Grímseyjar og miðað við hver keypti bátinn þá má búast við því að við eigum eftir að sjá bátinn aftur 
í toppslagnum á listanum að 21 BT

því að kaupandinn er AGS ehf á Grímsey og báturinn hefur fengið nafnið Þorleifur EA 88.

þetta nafn Þorleifur EA 88 á sér mjög langa sögu í Grímsey, en þónokkuð margir bátar hafa verið gerðir út frá Grímsey með
þessu nafni Þorleifur EA 88.  mér reiknast svo til að núverandi bátur sé númer fimm sem heitir nafninu Þorleifur EA.

Fyrirtækið AGS ehf hefur síðan árið 2005 gert út stálbát sem var smíðaður á Seyðisfirði og var systurbátur Guðfinns KE, 
en báðir bátarnir eiga það sameiginlegt að búið var að breyta þeim mikið,  lengja, breikka og byggja nýja brú.

stálbáturinn hefur líka lest af Grímseyjarferjuna Sæfara þegar ferjan hefur verið stopp útaf viðhaldi, en núna heitir sá bátur Leifur EA 888

Nýi Þorleifur EA hefur hafið veiðar núna í desember og hefur landað um 19 tonnum í 8 róðrum og mest um 3 tonn í róðri,


Lundey SK núna Þorleifur EA mynd Gísli Reynisson 


Þorleifur EA mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson