Máni GK 36 í mokveiði í mars 1996.

Fyrir nokkrum dögum síðan þá skrifaði ég smá pistil hérna um mokveiði sem var

að mestu í netin í mars árið 1996.   mest var veiðin hjá bátunum sem réru frá Sandgerði, Grindavík og Þorlákshöfn.

ég hafði birt frétt um minnstu bátanna Faxafell HF og um Íslandsbersa HF.
Ég á eftir að birta list yfir aflahæstu bátanna í net í mars 1996, 

en það voru alls 30 bátar sem náðu yfir 200 tonn afla og margir þeirra eru bátar sem voru minni enn 100 tonn og sumir voru í kringum 30 tonn að stærð en voru í mokveiði

það voru 6 bátar sem yfir 300 tonnin náðu þennan mánuð og fjórir bátar af þessum voru stórir netabátar en það voru tveir netabátar sem voru báðir
undir 100 tonn af stærð sem mokveiddu,

Annar þeirra hét Máni GK 36.

Máni GK var samtals með 304,7 tonn í 25 róðrum eða 12,1 tonn í róðri að meðtaltali og mest tæp 26 tonn í einni löndun

eins og sést hérna að enðan þá voru alls fjórar landanir sem voru yfir 20 tonnin og Máni GK réri alla daga frá 16 mars til og með mars. 

sem dæmi má nefna að vikuna 17 til 23 mars þá landaði Máni GK 130 tonnum í 7 róðrum
Máni HF
Dagur Afli Höfn
5 10.70 Grindavík
6 12.99 Grindavík
7 8.50 Grindavík
8 4.03 Grindavík
9 21.01 Grindavík
10 .85 Grindavík
12 7.99 Grindavík
13 7.97 Grindavík
14 3.13 Grindavík
16 5.94 Grindavík
17 20.58 Grindavík
18 25.79 Grindavík
19 15.29 Grindavík
20 22.09 Grindavík
21 15.90 Grindavík
22 17.28 Grindavík
23 12.75 Grindavík
24 23.55 Grindavík
25 11.39 Grindavík
26 13.60 Grindavík
27 10.61 Grindavík
28 16.21 Grindavík
29 8.46 Grindavík
30 4.61 Grindavík
31 3.60 Grindavík

Minni svo á að vertíðaruppgjörið er komið út.  nánar hérna


Máni GK mynd Hafþór Hreiðarsson