Mesti afli á þessari öld hjá minnsta bátnum, Traveller GK.

Strandveiðarnar hafa gengið mjög vel frá því þær hófust 1.maí síðastliðinn, eins og hefur sést í umræðunni þá eru langflestir bátanna á svæði A og sjómenn á svæði C hafa miklar áhyggjur


af því að potturinn klárist áður enn veiðin fer að aukast á svæði C.  

á Svæði D sem nær frá Hornafirði og að Borgarbyggð eða Borgarnesi, hefur verið verið nokkuð góð og bátar á því svæði eru helst á Hornafirði og í Sandgerði,

á báðum þessum stöðum þá hefur verið þónokkuð um ufsa í afla hjá bátunum og t.d eru aflahæstu strandveiðibátarnir þegar þetta er skrifað frá svæði D

Nökkvi ÁR og Dögg SF.

Strandveiði bátarnir um allt land eru ansi margir og eru þeir af öllum stærðum og gerðum og nokkrir af þeim eru undir 4 BT að stærð.

Sandgerði er einn af stærstu löndunarhöfnunum á strandveiðunum núna í ár og vertíðin þar er ein sú besta í mörg ár, en oft hefur veiðin byrjað vel þar enn dregið síðan úr henni 

þegar að líður á júni mánuðinn.  

í Sandgerði eru tveir mjög svo litlir bátar sem róa og báðir eru þeir jafn stórir.    Fram GK 616 og Traveller GK 227 ,  báðir eru Mótunarbátar ,  Fram GK 616 er smíðaður árið 1979 og

er 7,43 metra langur og 2,23 metra breiður.  Travellert GK 227 er smíðaður árið 1978 og er jafn langur og breiður og Fram GK.

Þegar þetta er skrifað þá er Fram GK kominn með 15 tonn í 22 róðrum 

en Traveller GK er kominn með 12,4 tonn í 18 róðrum .  

Skipstjórinn á Traveller GK er Jóhann Haukur Þorsteinsson en hann er kallaður Johnny Hawk og á þessu litla báti sínum þá hefur hann náð að koma með mest um 1 tonn í land , eða 996 kg

sem er nú svo til fullfermi hjá bátnum.  á myndinni hérna að neðan eru í bátnum um 940 kíló, og sagði Jóhann að hefði hann fyllt 2 kassa í viðbót sem hann var með þá hefði hann líklega

náð að fara yfir 1 tonn í afla sem er ansi magnað á þessum litla báti. 

og þessi afli hjá Johnny á Traveller GK er mesti afli sem að báturinn hefur náð á þessari öld og auk þess er stærsti róðurinn 996 kíló stærsta löndun bátsins líka á þessari öld.

Flestir minnstu bátarnir eru á svæði A, en þessir tveir bátar eru minnstu bátarnir á svæði D, en þrátt fyrir það þá eru báðir komnir yfir 12 tonna afla















Jón ásamt stjúpsyni sínum.
Myndir Gísli Reynisson