Metróður hjá Hafborgu EA á dragnót, yfir 50 tonn.
Fyrir nokkrum dögum síðan þá setti ég inn fyrsta dragnótalistann fyrir ágúst, og þar skrifaði ég
að Hafborg EA hefði komið með fullfermi 30 tonn.
Ó nei
ég fékk nú aðeins að heyra það að fullfermi hjá Hafborgu EA væri nú heldur betur ekki 30 tonn. þeir hafa komið með 45 tonn í land
vorið 2019 sem þeir fengu í Húnaflóanum og þá fengu þeir 35 tonn í einu kasti.
já fyrsti róður Hafborgar EA í ágúst var 30 tonn
Metróður
en sá næsti var heldur betur fullfermi , því að Hafborg EA kom með sinn stærsta róður frá upphafi bátsins, því þeir lönduðu
á Dalvík alls 56 tonnum, og var uppistaðan í þeim afla þorskur 48 tonn, sem var veitt fyrir FISK seafood á Sauðárkróki
Óli skipstjóri
Guðlaugur Óli Þorláksson er skipstjóri á Hafborgu EA og hann er líka eigandi af útgerðinni.
sagði hann í samtali við aflafrettir að þeir fengu þennan afla við Flatey á Skjálfanda , og var stærsta halið 22 tonn.
og hérna að neðan er mynd af 22 tonna halinu sem að Þórólfur Guðlaugsson sonur Óla tók, en 6 manns eru í áhöfn Hafborgar EA.
Mikið um síld
Mjög mikið er um síld í sjónum útaf Norðurlandinu og í róðrinum á undan þessum 56 tonna róðri, þá voru þeir á skrapveiðum eins
og Óli kallar það inn í Eyjafirði og fengu þá 30 tonn , og voru þá með tæp 7 tonn af þorski, enn mikið var af síld í þorskinum ,
mikið er um hnúfubak í Eyjafirðinum og þeir sem hafa áhuga á hvalaskoðun gleðjast yfir því , enn hnúfubakurinn étur mikinn fisk, og gerir
engann greinarmun á síld eða ýsu.
Þorskurinn sem Hafborg EA veiddi í þessum mettúr var mjög stór og góður, því að meðalvigtin var um 6,4 kíló.
Ýsumok fyrir norðan
Það hefur verið í fréttum núna um mikla ýsuveiði í Skagafirðinum og sagði Óli að þeir hefðu nú tekið aðeins þátt í því
en þó ekki í Skagafirðinum eins mikið og t.d Bárður SH, Stapafell SH og Hafdís SK eru að gera
Óli fór með bátinn inní Héðinsfjörð. en Héðinsfjörður er fyrir þá sem ekki vita hvar er, að hann er á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar
fjörðurinn er mjög þröngur og grunnur.
Mjög mikið af af ýsu í firðinum og það lóðaði á ýsu alveg vel ínní fjörðinn.
Óli sagði að hann hefði byrjað á sirka 5 til 6 föðmum og dregið síðan út fjörðinn
í fyrsta róðri þar fékk hann 20 tonn af ýsu, í næsta róðri fékk hann 44 tonn af ýsu í aðeins 2 holum
og í þriðja róðri þá var komið mikið um höfrunga þarna inn og fengust þá 20 tonn í 3 köstum
Mikið um fisk
í samtölum mínum við sjómenn allt í kringum landið þá er svo til alltaf sama hljóðið það er fiskur útum allt sem að Hafró finnur ekki
Óli tók undir þetta því og sagði að þegar hann var með gömlu Hafborgu EA fyrir um 20 árum síðan, ( sá bátur heitir Grímsey ST í dag)
að þá þótti gott að fá 3 til 5 tonn í róðri eftir daginn
núna 20 árum síðar þá er ekki óalgengt að fá 3 til 5 tonn í kasti og jafnvel vel yfir 10 tonn,
tvö dæmi nefndi Óli um fisk sem hefur aukist mjög mikið fyrir norðan, mjög mikið er af langlúru og mikið
af steinbít, í raun svo mikið að hann er að taka yfir kolableiðurnar sem þeir hafa verið að veiða þá
Þrátt fyrir að það sé svona mikill fiskur til dæmis útaf norðurlandinu skarast mikið á við kvótaúthlutun og sagði Óli
Hafró vinnur með bundið fyrir augun
að í raun ættu starfsmenn Hafró að vinna með Blindrafélaginu, því Hafró vinnur með bundið fyrir augun og vill ekkert hlusta á
sjómenn eða skipstjóra sem þekkja á marga hátt hafið, botnin og lífríkið í sjónum mun betur
en háskólamenntaðir fræðingar sem aldrei hafa migið í saltan sjó,
Rannsóknir á Hafborgu EA
Óli ásamt áhöfn sinni á Hafborgu EA tók þátt fyrir nokkrum árum í rannsókn á dragnót í Skagafirðinum og voru þá með myndavél
sömu myndavél og var notuð á drekasvæðinu til að leita að olíu, og kom í ljós að mjög mikið líf myndaðist í botninum eftir
að tógið var búið að fara þar yfir og róta í botninum. til dæmis þá kom ýsa mikið í botninn eftir að tógið fór þar yfir og át þá þar, það sem hafði
rótast upp eftir að tógið fór þar yfir.
Umhverfisvænt
í DAnmörku, Þýskalandi, Svíðþjóð. Hollandi og Noregi þá hafa farið fram mjög miklar rannsóknir á veiðarfærum og þar á meðal dragnót og
eru niðurstöður t.d hjá Svíðþjóð, Hollandi og Þýskalandi að dragnót sé umhverfis vænasta veiðarfærið sem til er.
Neikvæðni og Magnús
Hérna á Íslandi þá hefur umfjöllun um dragnótaveiðar verið heilt yfir mjög neikvæðar og strandveiðisjómenn í Skagafirðinum hafa lengi
haft horn í síðu dragnótabáta í Skagafirðinum og einn af þeim er Magnús Jónsson Veðurstofustjóri sem keypti sér bát
og hefur róið frá Sauðárkróki, hann hefur gagnrýnt dragnótaveiðar í Skagafirðinum harðlega og kallar þær
að veiða í kálgörðunum í Skagafirði
Óli var mjög harðorður um Magnús fyrrum veðurstofustjóra og sagði að hann vissi ekkert um dragnótaveiðar. og gaf mjög lítið fyrir
gagnrýnina sem að Magnús eða strandveiðisjómenn hafa í garð dragnótarinnar.
Enginn mynd var tekinn af Hafborgu EA koma með þennan risaafla í land, en báturinn tekur um 50 tonn í lest, restin af aflanum
var í blóðgunarkörum og smá laust í lestinni,
en ekki var löng sigling til Dalvíkur þar sem að báturinn landaði aflanum og veður var gott og báturinn seig nokkuð jafnt niður með aflann

Hafborg EA mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson

22 tonna halið á Hafborgu EA. Mynd Þórólfur Guðlaugsson
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynis