Metróður hjá Páli Jónssyni GK

Tveir af stærstu línubátum landsins miðað við lestarrými 


eru Sighvatur GK og Páll Jónsson GK

báðir þessir bátar hafa komið með upp undir 160 tonn í löndun

og fyrir tæpu ári síðan þá var skrifuð frétt hérna á Aflafrettir um risalöndun sem að 

Páll Jónsson GK kom með tæp 170 tonn.


Skipstjóri í þeim róðri var Benedikt Páll Jónsson , eða Benni og hann var líka skipstjóri í nýjustu löndun 

bátsins, því að áhöfnin á Páli Jónssyni GK gerði vægast risatúr. 

reyndar svo stóran túr að aldrei áður hefur bátur sem veiðir á línu og ísar aflan um borð landað jafn miklum afla

einungis línubátarnir sem hafa fryst aflann hafa komið með stærri löndun enn Páll Jónsson GK gerði.

því að báturinn kom gjörsamlega drekkhlaðin til Þorlákshafnar með 183,8 tonna löndun

Vægast sagt ótrúleg tala

að sögn Benna þá fékkst þessi afli á tæplega 174 þúsund króka.

þar sem ég reikna allt upp í afla per bala þá reiknast þetta sem 414 bala

það gerir um 444 kíló á bala ,  heldur betur mokveiði,

en á síðustu 15 rekkana hjá bátnuim þá var mokveiði því að aflinn á þá rekka var alls  32 tonn.

á bala þá gerir það 561 kíló á bala,  sem er ekkert annað enn mokveiði.

í raun þá var veiðin svo mikil að Benni þurfti að skilja 5 rekka eftir í sjónum  sem er ansi magnað 

að sögn Benna þá voru öll kör full og smávegis pláss eftir í síðunum

en hvert fór þessi risaafli ?

Jú þar sem enginn vinnsla er í Grindavík þá fór um 30 tonn af ýsu til Dalvíkur, en mestur hluti fór í gáma til Cuxhaven

og eitthvað var selt á Fiskmarkaði íslands í Þorlákshöfn


Páll Jónsson GK mynd Tói Vídó