Mettúr hjá Þórunni Sveinsdóttur VE

Nafnið Þórunn Sveinsdóttir er nafn sem hefur tengst útgerðarsögu í Vestmannaeyjum hátt í 50 ár.


þetta nafn kom fyrst fram þegar að Sigurjón Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður lét smíða fyrir sig bát árið 1970

sem fékk nafnið Þórunn SVeinsdóttir VE.  sá bátur varð feikilega mikil afla bátur og á vetrarvertíðinni árið 1989 þá setti 

Sigurjón og hans áhöfn íslandsmet í mestum afla í vertíð þegar að báturinn aflaði um 1920 tonn, og það met var ekki slegið 

fyrr enn núna árið 2021.

Togarar
Síðan báturinn var seldur þá hefur útgerðarfélagið ÓS verið með 2 togara og sá sem núna er Þórunn Sveinsdóttir VE 

kom til landsins árið 2010, var fyrst svokallaður 4 mílna togari, enn árið 2019 þá var hann lengdur um 6,6 metra

og við það þá stækkaði lestarrýmið um tæp 200 kör,.  Þá varð reyndar Þórunn Sveinsdóttir VE orðinn eins og kalla mætti alvöru togari og þurfi 

að vera útfyrir 12 sjómílur.

Stærsti túrinn frá upphafi

Síðan skipið var lengt þá hafa ansi stórar aflatölur sést á togaranum enn enginn þó eins stór og varð núna snemma í desember.

Því að þá kom Þórunn SVeinsdóttir VE með 222,7 tonn eftir 6 daga túr eða 37 tonn á dag

skipting á aflanum var nokkuð góð, því alls voru 81 tonn af ufsa, 60 tonn af ýsu, 37 þorski og 28 af karfa

Er þetta stærsta einstaka löndun togarans frá því að hún kom út lengingi

Óskar Þór Kristjánsson hefur verið skipstjóri á togaranum núna í um hálft ár og var með skipið í þessum túr.

aðeins 17 klukkutímar

Túrinn byrjaði fyrir vestan í þorskinum þar og var síðan farið á Reykjanesgrunn í ufsa og þar heldur betur 

lenti áhöfnin í mokveiði, 

Því að á einungis 17 klukkutímum þá komu 75 tonn uppúr sjó, og stærsta holið var 27 tonn eftir 2,5 tíma tog.

Eins og gefur að skilja þá voru öll fiskikör full um borð og voru öll 560 körin um borð full af fiski, auk þess voru um 90 kör voru laus

í stíum og kælikörum á millidekkinu.

Um borð í Þórunni SVeinsdóttir VE er hörkuáhöfn því  í svona moki þá þarf ansi samhenta og duglega áhöfn til þess 

og eins og ÓSkar sagði þá er áhöfn togarans mjög góð.

Það er allt eins líklegt að togarinn muni gera tilkall til þess að enda desember sem aflahæsti togari landsins í þessum mánuði.


Þórunn Sveinsdóttir VE mynd Siddi Árna


27 tonna holið, Mynd Óskar Þór Kristjánsson