Mikill eldsvoði í Erling KE. Altjón

Síðan árið 2003 þá hefur Saltver í Reykjanesbæ gert út netabátinn Erling KE 140, og hefur útgerð bátsins gengið vel.


báturinn hefur iðulega verið með aflahæstu netabátum á hverri vertíð og árið 2015 þá hóf báturinn grálúðunetaveiðar

en þá var það Samherji sem leigði bátinn.

Erling KE kláraði vertíðina 2021 enn hafði síðan verið í geymslu  í slippnum í Njarðvík.

Áhöfn bátsins hafði planað að fara á sjóinn 2.janúar og mætt í bátinn þar sem hann lá í Njarðvíkurhöfn,

enn þegar um borð var komið þá fundu þeir strax mikla reykjarlykt og í ljós kom 

að mikil eldur hafði komið upp í bátnum,

kom í ljós að eldur kom upp í borðsalnum og allur borðsalurinn og eldhúsið brann.  

þessi eldur kviknaði sjálfur og hann slökknaði líka sjálfur, því enginn vissi af þessum eldi og var slökkvilið aldrei kallað út,

tjónið á bátnum er gríðarlega mikið því sót er um allan bátin, í öll íbúðum, niðri vélarrúmi og brúinn er öll svört af sóti,

samkvæmt heimildum aflafretta þá er um altjón að ræða og ef gera á við þetta þá kostar það tugi milljóna.  

Saltver útgerðaraðili bátsins er í viðræðum við sitt tryggingarfélag, en tjónið er það mikið að það borgar sig ekki að gera við

því sótið og lyktin mun seint hverfa.  

Næstu daga munu veiðarfæri og krani bátsins verða teknir af honum til að undirbúa siglingu í brotaján í Belgíu.

ansi stór og mikil kvóti er á bátnum sem er óveiddur eða 1500 tonn, og verið er að skoða hvort eða þá hvaða bát er hægt að 

fá í staðinn fyrir Erling KE.


Mynd Gunnar
Erling Myndir Gísli Reynisson 
Myndir Gunnar