MOKAFLI hjá Vigur SF, yfir 40 tonn á eina lögn

Febrúar mánuður byrjaði með ansi miklum brælum og bátar gátu lítið komist á sjóinn.


enn núna síðustu daga þá hefur verið mokveiði sérstaklega á línuna, og mér hafa verið að berast

fréttir um mokveiði hjá bátum t.d frá Sandgerði, Snæfellsnesi og á Hornafirði.

Vigur SF 
Reyndar það sem gerðist á Hornafirði núna á sér í raun engan líka, og er leitun að annari eins veiði og gerðist

enn báturinn Vigur SF frá Hornafirði sem að Sævar Þór Rafnsson er skipstjóri á,  

fór frá Djúpavogi og lagði línuna svo til beint utan við Hornafjörð

voru þeir með 18 þúsund króka sem er ein löng,  ( ef það er reiknað á bala þá eru þetta um 43 balar).

Eftir að línan var lögð, þá var tekin smá blundur og síðan var byrjað að draga, og strax var orðið ljóst

Allt kjaftfullt eftir 5 rekka
að það var vægast sagt mikill afli á línuna,  og meira segja þegar að línan var flækt þá var allt fullt af fiski.

eftir að hafa dregið aðeins 5 rekka , sem er í kringum 8200 krókar eða 19 balar þá var lestin í bátnum orðin full

af fiski, og þá var farið í land með 19,2 tonn

og þessi mokveiði gerir því um eitt tonn á bala

aftur fóru þeir út, og drógu restina af krókunum sem voru 6 rekkar, og á þá króka

landaði báturinn 23.6 tonn.  , og aftur er aflinn yfir eitt tonn á bala.

tonn á bala
á þessa einu lögn fengust því alls 42.9 tonn , sem reiknast með tæp 997 kíló á bala.

svona tölur eru algjörlega fáheyrðar og í þau 17 ár sem ég hef verið með aflafrettir.is þá hef ég aldrei áður 

heyrt um jafnmikla veiði á bala og þetta mok sem að áhöfnin á Vigur SF lenti í 

Þess má geta að eftir þessa mokveiði þá fór báturinn aftur út og með 5 rekka

enn fékk á þessa fimm rekka alls 18.9 tonn,  sem reiknast með 994 kíló á bala.  semsé mokið heldur áfram hjá þeim 

þetta þýðir að báturinn hefur því landað 62 tonnum í einni og hálfri lögn




Áhöfnin á Vigur SF frá Hægri.  Sævar Þór Rafnsson skipstjóri.  Óttar Már Einarsson annar vélstjóri.  Gunnar Freyr Valgeirsson yfirvélstjóri 
og Gunnar Örn Marsteinsson yfirstýrimaður


Vigur SF mynd Sævar Þór

Aflafrettir.is er rekin af einum manni
Gísla Reynissyni og skrifar hann allt á síðuna
Allur stuðningur vel þeginn
og hægt hérna
kt 200875-3709
´bok 0142-15-380889
Takk fyrir