Mokveiði á rækju hjá Þórir SF árið 1996.

Rækjuveiði núna árið 2023 er vægast sagt mjög lítil.

veiðin er reyndar góð en mjög fá skip á rækjuveiðum, aðeins fjórir togarar á úthafsrækjuveiðum,

á árinum fyrir 2000 og sérstaklega á milli 1990 og 2000 þá var mjög góð rækjuveiði 
og mjög margir bátar á rækjuveiðum,

 91. Helga RE
Nokkrir bátar báru af varðandi afla og einn af þeim hafði skipaskrárnúmerið 91.  
sá bátur stundaði rækjuveiðar þegar hann Helga RE og vægast sagt veiddi virkilega vel af rækju,  vel yfir 1000 tonn 
af rækju á ári,

um mitt ár, árið 1996 þá var báturinn seldur til Hornafjarðar og þar fékk báturinn nafnið Þórir SF.

þegar að báturinn var seldur þá hafði hann verið á rækjuveiðum frá Siglufirði og hét þá Helga RE 49.

sem dæmi um góða rækjuveiði bátsins, þá landaði Helga RE alls 183 tonnum af rækju í janúar 1996 og mest 56 tonn í einni löndun,

 91. Þórir SF 
ÞEGegr að báturinn var seldur til Hornafjarðar , þá fór Þórir SF strax á rækjuveiðar og landaði þá á Eskifirði en þá var rækjuverksmiðja
þar sem að Hraðfrystihús Eskifjarðar HF átti.

og þar sem að báturinn hafði átti mjög góðu gengi að fagna sem rækjubátur undir nafninu Helga RE, þá 
var ekkert annað hægt í stöðinni enn að Þórir SF myndi líka ganga vel á rækjunni,
og það gerði áhöfn bátsins svo sannarlegar

í september og í október þá mokveiddi Þórir SF af rækju,

og í september þá landaði Þórir SF alls 225 tonnum af rækju í 5 róðrum og mest 58 tonn í einni löndun,

Október var líka gríðarlega góður því alls var aflinn 176,3 tonn í 4 róðrum og mest 56,5 tonn af rækju í einni löndun,


Samtals landaði því Þórir SF 401,1 tonn af rækju í september og október árið 1996 í aðeins 9 róðrum sem gerir 44,6 tonn í róðri.

Hérna að neðan má sjá rækjuaflann hjá Þórir SF í september og október árið 1996. 

Dagur Afli
3.sept 30.88
9.sept 40.17
16.sept 47.95
22.sept 57.71
30.sept 48.11
6.okt 56.68
17.okt 26.02
23.okt 43.52
30.okt 50.09


Þórir SF mynd Jón Páll Ásgeirsson