Mokveiði hjá Bjarma BA í maí árið 1998.

Fyrir nokkrum mánuðu síðan þá skrifaði ég frétt um góða dragnótaveiði 

hjá bátnum Bjarma BA sem hafði skipaskrárnúmerið 1318,

sú frétt sagði frá veiði bátsins í nóvember 1996.


Níels A.Ársælsson gerði út Bjarma BA og árið 1998 þá selur hann 1318 bátinn og kaupir stærri bát.  

1321.  þessi bátur er ennþá til árið 2023 og heitir Guðmundur Jensson SH.  en þessi bátur byrjaði sögu sína í Sandgerði 
og hét þar Reynir GK og var meðal annars Sævar Ólafsson skipstjóri úr Sandgerði þá með Reynir GK og var þá báturinn á trolli 
og veiddi mjög vel.

Níels veiddi mjög vel á nýja Bjarma BA og sérstaklega í maí árið 1998.  

þá gerði Níels og áhöfn bátsins sér lítið fyrir og varð aflahæsti dragnótabátur landsins í maí 1998.

segja má að það hafi verið mokveiði hjá bátnum, því alls landaði Bjarmi BA 272,8 tonnum í aðeins 6 róðrum, eða 45 tonn í róðri.

stærsta löndun var 59,5 tonn.

Júni mánuður var líka mjög góður hjá Bjarma BA enn þá landaði báturinn 199 tonn í aðeins 5 róðrum og það gerir um 39,8 tonn í róðri,
stærsta löndun bátsins í júní var fullfermi eða 80 tonn í einni löndun.

Öllum þessum afla var landað á Flateyri

Hérna að neðan má sjá aflan hjá Bjarma BA í maí árið 1998, og eins og sést þá voru tvær landanir yfir 50 tonn



Dagur Afli
3.5 38.4
7.5 45.1
16.5 49.9
21.5 50.9
23.5 29.0
30.5 59.6

Bjarmi BA mynd Tryggvi Sigurðsson