Mokveiði hjá Huld SH í mars, " Veisla " eins og Leifur sagði

Nýliðin mars mánuður var eins og kemur kanski ekki á óvart mjög góður mánuður, og mokveiði var hjá svo til flest öllum bátum víða um landið.


Þeim bátum sem réru með handfæri fjölgaði nokkuð í mars og ansi margir þeirra hófu veiðar og voru við veiðar í Faxaflóanum og utan við Sandgerði,

einn af þeim var Leifur Einarsson sem á og er skipstjóri á færabátnum Huld SH 76.

Huld SH er ekki stór bátur. aðeins um 4 tonn að stærð og um 8 metra langur,

Leifur byrjaði að róa frá Reykjavík og var þá við veiðar inn í Faxaflóanum, enn færði sig síðan til Sandgerðis

 Fullfermi í fyrsta róðri
og fyrsti róðurinn þar, þá fór Leifur út fyrir Sandvík og kom drekkhlaðin til Sandgerðis  með 3,2 tonn af þorski.

síðan tók bara við mok hjá honum rétt utan við höfnina í Sandgerði og landaði báturinn 22,2 tonnum í aðeins 9 róðrum eða um 2,5 tonn í róðri að meðaltali

það er feikilega góður afli á ekki stærri báti,

 Landað tvisvar sama daginn
mesta mokið hjá Leifi var undir lok mars, enn þá var Huld SH, ásamt fleiri færabátum ´við veiðar rétt utan við innsiglinguna til Sandgerði 

og þá þurfi Huld að landa tvisvar saman daginn,  kom fyrst með 2,8 tonn til Sandgerðis, fór beint út aftur og kom aftur með rúm 2 tonn í land

samtals 4,8 tonn.

Leifur sagði í samtali við Aflafrettir að hann er með smá kvóta á bátnum og hefur undanfarin ár byrjað færavertíðina í Sandgerði og klárar þar kvótann

fer síðan á Snæfellsnesið á strandveiðar.  

 Veisla
Núna var mikið mok og eins og Leifur sagði sjálfur, að " það var veisla í Sandgerði".

Þegar mars mánuðurinn var búinn þá kom í ljós að þessi litli 4 tonna bátur hafi aflað alls um 32 tonn í aðeins 14 róðrum. og má geta þess að Leifur rær einn á bátnum,

Miðað við verð á fiskmarkaði 5.apríl þá má gróflega reikna með að aflaverðmætið hjá Leifi í mars hafi verið um 14 milljónir króna.


Huld SH mynd Elvar Jósefsson