Mokveiðin hjá Þórsnesi SH, 1. bátur 2024. 118 bátar árið 1981.



Fréttinn um metaflann hjá Þórsnesi SH hefur vakið mjög mikla athygli. 

enn fyrir þá sem ekki hafa lesið þá frétt, þá getið þíð ýtt á ÞENNAN TENGIL

Og ansi margir hafa haft samband við mig útaf netaveiði á árum áður og stórar landanir og mokveiði

En kemur þessi mokveiði hjá Þórsnesi SH á óvart?.

lítum aðeins á söguna,  fyrir það fyrsta,  þá hefur bátum fækkað mjög mikið sem veiða hérna við land, og þá aðalega 

bátar sem stunda netveiðar.  líka hafa bátar sem eru í eigu einstaklinga eða lítilla fyrirtækja fækkað mjög mikið.

Og það gerir það að verkum að þeir fáu bátar sem stunda netaveiðar eiga möguleika á að ná miklum afla eins og hefur sýnt sig undanfarnar vertíðir.

þorskveiðin
Þorskveiði fyrir aldamótin var í kringum um 300 þúsund tonn á ári að meðaltali, nema um 1993 þegar aflinn fór niður í um 200 þúsund tonn

núna á þessari öld þá fór þorskaflinn lægst niður í um 175 þúsund tonn árið 2009, enn hefur síðan 

verið á uppleið varðandi veiðar og er núna í kringum 220 til 230 þúsund tonn árlega.

Þessi mikla mokveiði sem hefur verið í gangi núna í vetur, bendir til þess að mun meira sé að þorski í hafinu í kringum landið

heldur enn þorskkvótinn ber með sér.  og í raun þá hafa sjómenn sagt að núna snúist þetta um að fækka trossum eða línu til að fá

ekki oft mikið af þorski.

 Selvogsbankinn
Þessi mokveiði sem að Þórsnes SH lenti í á Selvogsbankanum , er nokkuð merkileg , því báturinn var eini netabáturinn á veiðum þar.

en í gegnum árin þá var gríðarlegur fjöldi af bátum sem hafa stundað netaveiðar í Selvogsbankanum og margir bátar þar hafa mokveitt.

lítum aðeins á þetta.

 MArs 2024 og mars 1981

árið 2024.  eru aðeins 9 stórir netabátar á veiðum og af þeim , þá er enginn frá Grindavík og enginn frá Þorlákshöfn,  Einn frá Vestmannaeyjum  Kap VE.

í mars árið 1981 þá voru netabátarnir  379 talsins.  

og af þessum 379 netabátum.  þá voru mjög margir bátar einmitt á veiðum á þessum svipuðum slóðum og Þórsnes SH var á, árið 2024.

Hérna að neðan sést þessi gríðarlegi fjöldi af bátum.  47 bátar í Grindavik.  29 bátar í Vestmannaeyjum og 42 bátar í Þorlákshöfn.

 þetta eru alls 118 bátar og margir þeirra voru á veiðum á Selvogsbankanum.  

en þetta er gríðarlegur fjöldi af netum.  ef Þórsnes SH var með 10 trossur, samtals 150 net, og við gefum okkur það sama við bátanna þarna í mars árið 1981 

þá eru þetta 1180 trossur, og tæplega 18 þúsund net.

Eins og sést þá kom á land í Grindavík í mars árið 1981, tæplega 7400 tonn einungis af netabátunum.  5587 tonn í Vestmannaeyjum og 5861 tonn í Þorlákshöfn

ástæðan þess að meðalafli per bát í Sandgerði er svona lítill er að var svo mikið um minni báta, bátar sem voru undir 30 tonnum af stærð á veiðum




Höfn Fjöldi báta Afli Afli per bát
Grindavík 47 7375.5 156.9
Hornafjörður 19 3595.6 189.2
Ólafsvík 19 2964.9 156.1
Keflavík 19 2038.7 107.3
Sandgerði 40 2903.3 72.6
Rif 12 2546.2 212.1
Vestmannaeyjar 29 5587.1 192.6
Þorlákshöfn 42 5861.2 139.5


 Hvernig gekk bátunum?
En hvernig gekk þá bátunum, jú í mars árið 1981, þá voru 23 bátar sem náðu yfir 300 tonna afla í netin og 80 bátar náðu yfir 200 tonnin.

Hafberg GK var aflahæstur með 451 tonn í  25 róðrum og mest 61 tonn
Þórunn Sveinsdóttir VE var með 399 tonn í 12 og mest 56 tonn

Friðrik Sigurðsson ÁR 379 tonn í 14 og mest 53 tonn
Skúmur GK 365 tonn í 18 og mest 49 tonn

Vörður ÞH 350 tonn í 23 og mest 30 tonn
Pétur Jónsson RE 345 tonn í 10 og mest 53 tonn, landað í Þorlákshöfn

Húnaröst ÁR 339 tonn í 11 og mest 64 tonn

Allir þessir bátar að ofan voru á veiðum á svipuðum slóðum og Þórsnes SH var árið 2024.

En í lokin má bæta við af apríl árið 1981 var risamánuður því þá voru ansi margir bátar sem yfir 600 tonn náðu í þeim mánuði.



Hafberg GK mynd Guðmundur ST Valdimarsson



Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisson