Netaveiði hjá Hamar SH árið 1979

er að skrifa niður aflatölur fyrir árið 1979 og já það ár virðst hafa verið ansi gott afla ár.


það var líka fyrsta árið sem að hrygingarstopp hófst. enn þá voru veiðar bannaðar frá 11 apríl til 17 apríl.

enn veiði bátanna fram að þeim tíma og eftir þann tíma var ansi góð.
Á snæfellsnesinu þá var veiði bátanna þar ansi góð.

og á Rifi þá var þar meðal annars Hamar SH sem að er ennþá gerður út.

Hamar SH stundaði netaveiðar alla vertíðina 1979 og já gekk bara nokkuð vel,

MArs mánuðurinn hjá Hamri var ansi góður og skulum við kíkja á hann,

Vika eitt í mars var frá 1 til 4 mars og þá landaði Hamar SH 20,8 tonn í einni löndun
Reyndar inní þeirri viku eru dagarnir 26, 27 og 28 febrúar og ef að þeir eru teknir með þá var aflinn
72 tonn í 3 róðrum og stærsta löndun 32,7 tonn.

Vika 2.  75,7 tonn í 4 róðrum og mest 23,5 tonn

Vika 3.  126,4 tonn í 7 róðrum eða 18,1 tonn í róðri og stærsta löndun 25,2 tonn.

Vika 4.  100,1 tonn í 7 róðum og mest 20,6 tonn

Vika 5.  82,1 tonn í 6 róðrum.


Inní Apríl má svo bæta við sem vika 6, enn hún nær frá 2 til 8 apríl
þá landaði Hamar SH 116,6 tonn í 6 róðrum og mest 34 tonn.

Samtals var því báturinn með um 450 tonn í mars árið 1979 í 25 róðrum eða um 18 tonn í róðri.  
Hamar SH í slipp árið 2015.  Mynd Gísli Reynisson