Nokkrir bátar hættir á strandveiðum

Strandveiðarnar árið 2020 hafa gengið ansi vel og svo vel að útlít er fyrir að veiðarnar verði stöðvaðar mun fyrr enn ella


Sjávarútvegsráðherra náði að auka kvótann við strandveiðarnar aðeins en engu að síður þá eru kvótinn sem átti 

að fara í strandveiðarnar að verða búinn,

þetta  hefur þýtt að nokkrir eigendur smábáta sem voru á strandveiðum 

eru búnir að segja sig frá veiðunum og komnir á  handfæraveiðar og gera þer með út á leigukvóta,

núna þegar þetta er skrifað í lauslegri talningu þá eru alls 12 bátar hættir á strandveiðum og allir þeir bátar

eru komnir á handfæraveiðar með leigukvóta eða þá eiga einhvern kvóta sjálfir,

þetta eru bátarnir .

Sævar SF
Alda HU
Hjördís HU
Hrund HU
Húni HU
Brattanes NS
Sæunn SF
Kristín ÞH
Þorbjörg ÞH
Svala ÞH
Hróðgeir Hvíti NS
Nýji Víkingur NS 


Allir þessir bátar hafa landað afla og var aflinn hjá þeim góður.  Alda HU kom með 3,7 tonn.  Hjördís HU 3,3 tonn.  Hrund HU 3,2 tonn og Húni HU 2,8 tonn

Þorbjörg ÞH 3,2 tn allir eftir eina löndun,  Sævar SF með 4 tonn í 2 róðrum.

Eins og segir þá þetta lausleg talning en án efa eru fleiri bátar búnir að skrá sig úr strandveiði kerfinu og komnir á veiðar með leigukvóta

Hvaðan kemur kvótinn?

hann kemur hingað og þangað, mest eru þetta nokkur tonn sem eru færð af bátum yfir á þá báta sem eru á veiðum.  

t.d voru nokkur tonn færð af Litlanes ÞH og Gullhólma SH yfir á nokkra báta af þessum sem eru nefndir að ofan


Sævar SF mynd Gestur Leó Gíslason