Norma Mary H-110 mætt til Íslands aftur.


Ríki ESB fá kvóta árlega í grænlensku lögsögunni til veiða á þorski.  þessi kvóti er ekki stór um 2000 tonn

undanfarin ár þá hefur það farið þannig að fyrirtæki sem tengjast Samherja en eru samt skrásett í Þýskalandi og Bretlandi hafa sinnt þessum veiðum.

t.d árið 2019 þá var Cuxhaven NC 100 sem kom og sinnti þessum veiðum og landaði alls 1800 tonnum í 6 túrum sem öllu var landað á Akureyri en aflanum síðan ekið til Dalvíkur til vinnslu. 

Cuxhaven er í eigu DFFU , en DFFU er dótturfélag Samherja.

Cuxhaven DE sinnti þessum veiðum líka árið 2018.

Árið 2017 þá var það Norma Mary H-110 sem er skráður í Hull sem sinnti þessum veiðum og landaði þá líka á Dalvík. 

Norma Mary H-110 er í eigu Onward Fishing Ltd og það fyrirtæki er líka í eigu Samherja

Nú er Norma Mary H-110 komin aftur til ÍSlands og mun sinna þessum veiðum að veiða kvóta ESB sem ESB fær úthlutað í Grænlensku lögsögunni.

og já íslendingar njóta góðs af því


Norma Mary Mynd Peter Aus Holtenau