nr.13. Snætindur ÁR árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

bátur númer 3 í þessari röð,

er með sknr 13.  og hét árið 2001 Snætindur ÁR.  

Þessi bátur var gerður út alveg til ársins 2016 þegar að gírinn hrundi í bátnum og hefur báturinn legið í Njarðvík og liggur þar núna,

 Ekki var nú mikil útgerð á Snætindi ÁR árið 2001.  þessi bátur var reyndar búinn að vera gerður út frá Þorlákshöfn undir nafninu Snætindur ÁR í yfir 25 ár 

Snætindur ÁR var einungis gerður út á humarinn um sumarið 2001

og það gekk nokkuð vel,,
heildaraflinn 119,1 tonn í 13 róðrum 

og af því þá var humar 58 tonn sem er ansi gott miðað við ekki stærri bát.


Snætindur ÁR mynd Hafþór Hreiðarsson