nr.51. Hera Sigurgeirs BA árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

númer 4 í þessari röð er bátur sem var með sknr 51.  

Árið 2001 þá hét þessi bátur Hera Sigureirs BA , enn hafði í mörg ár á undan heitið Styrmir .  bæði VE, KE og ÍS 


Saga bátsins var ekki löng eftir árið 2001, því útgerð bátsins var endalega hætt árið 2003.
Vertíðin

 Hera Sigurgeirs BA réri einungis á vertíðinni og má segja að hún hafi nú ekki verið góð 

í janúar þá var báturinn á netum frá Sandgerði og landaði aðeins 37 tonnum í 8 róðrum og mest 10,6 tonn í róðri,

Febrúar var ekkert skárri , þá var báturinn í Ólafsvík og landaði 30,3 tonnum í 9 róðrum 

Mars var þó skárri  landaði 113,3 tonnum ´í 9 róðrum og mest 34,3 tonn í einni löndun sem landað var á Hornafirði,

Alls var því vertíðin 180,6 tonn í 27 róðrum eða 6,7 tonn í róðri,

og þessi afli var síðasti aflinn sem þessi bátur landaði , hann var aldrei gerður aftur út eftir þetta


Hera Sigurgeirs BA mynd Guðmundur St Valdimarsson