Nr.67.Hafberg GK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

Bátur númer 5 í röðinni var með númerið 67.

Árið 2001 þá hét báturinn Hafberg GK og var búinn að vera í útgerð í Grindavík í hátt í 30 ár,

Saga bátsins eftir 2001 var sú að báturinn var í útgerð í all mörg ár eða fram til september árið 2014.

enn skoðum árið 2001.

vertíðin,
 Janúar byrjaði nokkuð vel.  Hafberg GK var á netum alla vertíðina,

í janúar þá landaði báturinn 133 tonnum í 12 róðrum og mest 19,2 tonn,

AFlinn var svipaður í febrúar og landaði báturinn þá 132,5 tonnum í 14 róðrum og mest 24,2  tonn,

Mars var mjög góður.  landaði Hafberg GK 208,2 tonnum í 12 róðrum og mest 32,2 tonn í einni löndun ,

Þar með lauk vertíðinni því við tók Sjómannaverkfall,

Vertíðaraflin 473,7 tonní 38 róðrum eða 12,4 tonn í róðri,

Sumarið.

 Hafberg GK fór á humar og er þetta því þriðji humarbáturinn sem við lesum um.  Hinir voru Fróði ÁR og Snætindur ÁR

Öfugt við hina tvo þá gekk Hafbergi GK frekar illa að veiða humar,

Var alls með 128,2 tonn og var humar af því aðeins tæp 29 tonn,

Haust,
 ekki var nú haustið skárra.  báturinn réri ekkert fyrr enn 3 daga í desember og var þá á netum og landað 7,2 tonnum í 3 róðrum 

Alls landaði því Hafberg GK árið 2001 609 tonnum og af því var humar 29 tonn,


Hafberg GK mynd Guðmundur St Valdimarsson