Ný Hulda GK til Sandgerðis

Það gengur ansi vel hjá þeim feðgum Sigurði Aðalsteinssyni og Gylfa Sigurðssyni fótboltamanns, en þeir eiga saman fyrirtæki Blikaberg ehf


í Sandgerði og hafa gert út nokkra báta og fiskverkun í Sandgerði,

Þeir áttu áður bát sem  hét Hulda GK en sá bátur heitir í dag Hafrafell SU.

Núna er annar bátur kominn á flot sem er nýsmíði frá Trefjum og er  nýi báturinn ansi stór og mikill ,  í það minnsta er báturinn mikið breiður

Báturinn heitir Hulda GK og er skráður í Sandgerði, .

skráninginn á honum er þannig að hann er 11,99 metra langur og er mjög breiður,  

bátarnir sem hafa hingað til verið smíðaðir eins og t.d Einhamars bátarnir eru 14,91 metra langur og 4,44 metra breiðir.

Indriði Kristins BA og Kristján HF eru 13,77 metra langir og 5,41 metra breiðir,

Aflafrettir höfðu ekki breittartöluna á bátnum enn hann virkar eins og hann sé vel yfir 6 metra breiður.












Myndir Gísli Reynisson