Ný Margrét EA til Samherja og nýtt skip í smíðum

Nafnið Margrét er ansi þekkt í bátaflota íslendinga,  hefur verið notað á nokkra báta og til að mynda er bátur í Sandgerði 

sem heitir Margrét GK.  og gamli Valdimar Sveinsson VE fékk síðan nafnið Margrét HF og stundaði dragnótaveiðar í þónokkur ár
meðal annars frá Sandgerði,

á Akureyri er nafnið Margrét þekkt en Samherji hefur átt alls þrjú skip sem hafa heitið nafninu Margrét EA.  hið fyrsta var frystitogari

en síðast átti Samherji uppsjávarskip sem hét Margrét EA, en það skip er núna í Færeyrjum og heitir Vestmenningur.

Núna fyrir stuttu síðan þá keypti SAmherji nýtt uppsjávarskip frá Skotlandi sem var gert út þaðan síðan 2008, og hét skipið þar 
Christina S.  og fékk  nafnið Margrét EA 710.

Nýja skipið er nokkuð öflugt,  var smíðað árið 2008 í Noregi og er 72 metra langt og 14,5 metra breidd
í skipinu er ansi stór vél, eða 8158 hestafla vél frá Wartsila.

Um borð í skipinu eru 13 kælitankar og burðargeta skipsins er um 2000 tonn.

Nýja MArgrét EA er reyndar ekki með nótabúnað, enn hefur hafið veiðar á loðnunni utan við Reykjanes, enn skipstjóri á skipinu er Hjörtur Valsson sem meðal annars
hefur verið einn af skipstjórunum á Vilhelm Þorsteinssyni EA.

nýja Margét EA var gerð áður út af fjölskyldufyrirtæki í Fraserburgh í Skotlandi sem kallast Simson family.

Christina S í Skotlandi
Þessi fjölskylda hefur undir stjór Ernest Simspon sem hefur verið einn aðaleigandi og skipstjóri í um 50 ár  gert út báta sem allir hafa heitið nafninu Christina S
og nýna hefur Allan Simpson tekið við sem framkvæmdastjóri og skipstjóri

ástæða þess að fyrirtækið seldi Christinu S til Íslands var sú að núna er verið að smíða nýtt skip fyrir fyrirtækið sem verður smíðað í Karstensen skipasmíðastöðinni í Danmörku

nýja skipið mun verða 77 metra langt, 15,6 metra breitt og í skipinu mun vera aðalvél frá Wartsila sem er um 8300 hestöfl

Áætlað er að nýja christina S muni verða afhent í júlí 2023, svo það styttist í skipi'.

AFlafrettir óska Samherja til Hamingju með nýja skipið 


Christina S núna Margrét EA mynd Calum Gray


Nýja Christina S mynd Karstensens