Nýja Grímsey ST á Drangsnesi
Eins og hefur verið greint hérna frá á Aflafrettir mest allt þetta ár, þá hefur verið smá bátasúpa í gangi
eftir að FISK á Sauðárkróki, keypti dragnótabátinn Gunnar Bjarnason SH .
í framhaldi af því þá hófst smá bátaflækja
2323, Hafdís SK, núna Grímsey ST
því að báturinn sem var Hafdís SK, sem var upprunlega Stapavík AK frá Akranesi.
var síðan seldur til Drangsnes . þar var báturinn seldur til útgerðarfélagsins ST 2 ehf sem
Til 1973
Saga nafnsins Grímsey ST má rekja aftur til ársins 1973, þegar að Friðgeir lét smíða fyrir sig
18 tonna eikarbátra sem fékk nafnið Grímsey ST. þann bát átti hann til ársins 1981 þegar að Friðgeir
kaupir eikarbátinn Engilráð ÍS 60 og fær hann nafnið Grímsey ST 2
sá bátur var gerður út til 1997 þegar að útgerðin kaupir stálbátinn Auðbjörgu II SH og fær sá bátur nafnið Grímsey ST 2.
Með elstu stálbátum
Sá bátur er í hópi þriggja stálbáta sem eru elstu bátarnir á Íslandi sem hafa verið og eru í útgerð
hinir eru 530, Hafrún HU, og 363 Maron GK ( reyndar er búið að leggja Maroni GK)
Grímsey ST er smíðuð árið 1955 og á sér mjög langa og farsæla sögu hérna á landinu
En eftir að hafa verið í eigu St 2 núna í hátt í 28 ár, þá hefur þessi fengsæli bátur lokið hlutverki sínu fyrir fyrirtækið
Blár en verður rauður
því að nýja Grímsey ST er kominn, og reyndar þá er báturinn blár á litinn, en fyrirtækið á alls þrjá báta
Grímsey ST 2
Kóngsey ST 4
og Sigurey ST 22, en bæði Kóngsey ST og Sigurey ST hafa verið með aflahæstu grásleppubátum á landinu undanfarin ár.
Allir þessir þrír bátar eru rauðir á litinn, nema nýja Grímsey ST, enn þegar að báturinn fer í slipp
þá mun litnum verða breytt úr bláa litnum og yfir í rauða sem hefur verið á Grímsey ST gamla í 28 ár.
Þess má geta að útgerðin tók við nýja bátnum um miðjan júni og landaði þá báturinn 35,5 tonnum í 5 róðrum
og núna í júlí þá hefur báturinn landað 14,4 tonnum í 2 róðrum
Aflafrettir óska áhöfn og útgerð Grímseyjar ST til hamingju með nýja bátinn.



Grímsey ST mynd Svava H Friðgeirsdóttir
og áður enn lengra er haldið þá set ég hérna upplýsingar fyrir þá sem vilja styðja við bakið á mér með síðuna
takk kærlega fyrir
hérna er upplýsingar
kt. 200875-3709
bók 0142-15-380889