Nýr bátur til Sandgerðis.

Það er búið að vera mikið líf í Sandgerði núna í haust.

þó svo að síðastu daganna þá hefur að mestu bátarnir farið útaf Grindavík enda búinn að vera leiðinda norðanátt og þá er erfitt fyrir bátanna  

að vera á veiðum utan við Sandgerði,

Nýr bátur kom til Sandgerðis núna um miðjan Desember og er það bátur sem kom frá Djúpavogi.

hét báturinn þar Gjafar SU, enn er núna í dag Gjafar GK 105.

Axel Már W silgdi bátnum til Sandgerðis frá Djúpavogi og sagði hann í stuttu samtali við Aflafrettir að þetta væri ansi góður bátur

hann tekur um 7 tonn af fiski í lestina, enn mesta sem hefur reyndar verið vigtað úr bátnum eru 14,5 tonn.

Báturinn var smíðaður árið 1990, enn var lengdur árið 1991.  Hann hefur reyndar ekki landað neinu fiski núna síðustu árin því hann hefur verið notaður

við fiskeldið við Berufirði við Djúpavog

Ráðgert er að báturinn muni hefja línuveiðar á milli jóla og nýárs eða í janúar árið 2021.

Eigandinn af bátnum er fyrirtækið Tonan ehf og er Guðmundur Emil þar eigandi.   Axel Már W verður skipstjóri á nýja bátnum

enn hann kom til Sandgerðis í haust á bátnum Nýja Víkingur NS sem er gáskabátur , og sá bátur gat tekið um 18 bala í róðri, enn nýi báturinn nær vel 40 bölum í róðri











Myndir Gísli Reynisson