Nýr bátur til Suðureyrar, bátur númer 2 með vísun í skipstjóra

Undanfarin rúm 2 ár þá hefur Indriði Kristins BA átt ansi góð ár þau ár sem hann var gerður út.  báturinn stundaði veiðar með beitningavél á línu frá austfjörðum um haustið, og kom síðan suður á vertið,


Nú hefur báturinn verið seldur til Suðureyrar því að útgerðin sem átti Indriða Kristins BA er að láta smiða nýjan bát fyrir sig, og verður sá bátur samskonar og nýi Kristján HF.

Kvótinn sem var á Indriða Kristins BA er hýstur á meðan nýi báturinn er í smíðum á Norðurljósi BA sem Þórsberg ehf útgerðarfyrirtæki Indriða Kristins BA á,

Báturinn var eins og fyrr stendur seldur til Suðureyrar og fékk þar nafnið Einar Guðnason ÍS og hefur báturinn hafið veiðar og er kominn með 3,7 tonn í 2 róðrum,

við kaupin á bátnum þá var Blika ÍS lagt, en sá bátur var 15 tonna plastbátur sem var gerður út á línu með bölum, en nýi báturinn er gerður út á línu með beitningavél og er ástæða þess að farið var í beitningavélina sú að kostnaður við beitningu er hár og sömuleiðis veiðigjöldin,

 Hvaðan kemur nafnið
Útgerðaraðilar á Suðureyri eru duglegir í að halda uppi heiðri og minningu merkra skipstjóra þaðan.  Á suðureyri er bátur sem heitir Gestur Kristinsson ÍS og er það nafn eftir samnefndum skipstjóra sem var í mörg ár skipstjóri á línubátnum Sif ÍS,

nýi báturinn Einar Guðnason ÍS er skírður eftir skipstjóra sem atti kappi við félaga sinn Gest Kristinsson  á árum áður.  því að Einar Guðnason var skipstjjóri í mörg ár á Friðberti Guðmundssyni ÍS og Sigurvon ÍS,  nokkrar gamlar fréttir hafa birst  hérna á Aflafrettir um mokveiði á  Sigurvon ÍS meðal annars á grálúðunni.  

Einar Guðnason lést árið 2014 þá 88 ára að aldri.  

Aflafrettir óska eigendum og áhöfn til hamingju með  nýja bátinn og þið fáið virkilega flott klapp frá  mér fyrir að halda uppi minningu fengsæls skipstjóra með nafninu á bátnum.  


Einar Guðnason ÍS mynd Sæmundur Þórðarson