Nýr og stærri Addi Afi GK

í gegnumi tíðina þá hafa mjög mörg útgerðarfélög og fyrirtæki verið staðsett  í Sandgerði,


Sum hver hafa lifað lengi vel og önnur stutt.    Sum þeirra voru mjög stór eins og t.d Miðnes HF, Rafn HF og Jón Erlings HF

enn svo er til útgerðarfyrirtæki sem er líklegast með stærsta nafn íslands.

Útgerðarfélag Íslands.  Það fyrirtæki hefur um árabil gert út báta sem heita Addi Afi GK, og báturinn sem fyrirtækið hefur gert út

síðan árið 2009 hefur verið mjög fengsæll bátur. og iðulega með aflahæstu bátunum á landinu að 13 tonnum.

Óskar Haraldson skipstjóri og útgerðmaður bátsins , hefur nú stækkað við sig heldur betur.

því hann keypti bátinn Alla GK sem að Blikaberg á, og í staðinn þá keypti Blikaberg ehf gamla Adda Afa GK.  og heitir sá bátur

Alli GK í dag.  

Nýi báturinn er mun stærri enn gamli báturinn og mælist um 15 tonn af stærð., og var smíðaður árið 2006, Hét fyrst Jón Páll BA, síðan Landey SH og Kolbeinsey EA.    og það þýðir að Addi Afi GK  mun skipta um 

lista á Aflafrettir.is, því að hann var áður á listanum bátar að 13 bt, enn fer núna á listann bátar að 21 BT.

þegar að Óskar var spurður af því hvað kom til að hann fékk sér stærri bát, þá sagði hann

 "bara einhver vitleysa".

hehe, Óskar hefur farið sinn fyrsta prufutúr á bátnum og fór með 24 bala á hefbundna línuslóð utan við Sandgerði og

fékk á þá bala um 3,5 tonn eða 147 kg á bala.  það er feikilega góður afli og mun betri afli enn bátarnir hafa verið að fá

á bala fyrir norðan.  

Aflafrettir óska Óskari til hamingju með nýjan Adda Afa GK og verður spennandi að sjá hvernig honum mun ganga á nýjum lista

Allavega byrjar hann vel 


Myndir Gísli Reynisson