Nýsmíði til Ramma á Siglufirði

Þormóður Rammi ehf á Siglufirði hefur undirritað smíðasamning á nýjum togara


Um er að ræða togara sem verður 48 metra langur og 14 metra breiður. svo til samskonar og togarnir sem Brim ehf á 

það er að segja.  Viðey RE,  Akurey AK og Engey RE.

Nýi togarinn  er hannaður af Nautic og mun verða smíðaði hjá Celiktrans skipasmíðastöðinni í Tyrklandi,

vinnsludekk togarans verður 285 m2 og lestarrými er fyrir 590 , 440 lítra fiskikör, eða sem samsvarar um 185 tonnum af fiski,

Aðalvélin verður 2441 hestöfl og skrúfan verður 3,8 metrar í þvermál með 45 tonna toggetu.

Ráðgert er að togarinn muni koma í staðinn fyrir Múlaberg SI sem er einn af tveimur svokölluðum japanstogurnum sem eftir eru á 

íslandi.  sömuleiðis gæti farið að Fróði II ÁR myndi líka fara.

Múlaberg SI hefur undanfarin ár stundað rækjuveiðar með nokkuð góðum árangri og nýja skipið mun geta veitt rækju, 

enn ef Fróði II ÁR fer þá mun Rammi einungis hafa Jón á Hofi ÁR eftir í humarveiðarnar.


Tölvumynd af nýjum togara Ramma