Nýtt Fiskveiðiár, Geir ÞH á nýjum slóðum
Já þá er nýtt ár hafið. reyndar ekki þannig áramót að
skotið sé upp flugeldum og gaman
nei heldur er nýtt kvótaáramót hafið, og það þýðir að dragnótaveiðar
í FAxaflóanum eru hafnar, en það má stunda þær fram í desember.
Reglur um veiðar þar eru meðal annars þær að bátar mega ekki vera lengri enn 24 metrar til að fá
leyfi til að veiðar í FAxaflóa, og þessar veiðar eru oft kallaðar Bugtarveiðar.
Nokkrir bátar komnir á veiðar
Núna eru nokkrir bátar komnir á veiðar og reyndar aðeins tveir bátar frá Suðurnesjunum, það eru stysturbátarnir
Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK.
Síðan eru þarna Stapafell SH, Matthías SH , Ásdis ÍS og Esjar SH
báturinn sem er með lengstu söguna þarna er auðvitað á veiðum og er það Aðalbjörg RE
Geir ÞH
síðan kemur nýr bátur á veiðar þar og er þetta í fyrsta skipti sem þessi bátur kemur á dragnótaveiðar
fyrir sunnan land
en þetta er Geir ÞH frá Þórshöfn. Saga Geirs ÞH frá Þórshöfn er mjög löng og nokkrir bátar með þessu nafni hafa verið gerðir út
og þá aðalega á dragnóta frá Norðausturlandinu, ásamt því að fara á netaveiðar í Breiðarfirðinum yfir vertíðina.
Sigurður Ragnar Kristinsson sagði í samtali við Aflafrettir að þeir væru " Bjálfarnir í bugtinni þennan daginn".
en helsta ástæða þess að þeir koma í FAxaflóa er von á stórum þorski , en það var ekki mikið um stóran þorsk
í Skjálfanda flóa. þorskur sem er yfir 5 kg af þyngt fer allur í vinnslu hjá GPG á Húsavík, rest fer á markað.
Geir aldrei en Sigurður áður
Þó svo að Geir ÞH hafi aldrei áður komið suður þá
hefur nú Sigurður verið þar því hann var réri á sjó með þeim mikla netakóngi Oddi Sæmundssyni á Stafnesi
með hléum frá 1983 til 1990, og hefur þar af leiðandi landað bæði í Keflavík og Sandgerði.
Ekki voru komnar inn aflatölur þegar þessi frétt er skrifuð en fyrsti róður hjá Geir ÞH var í kringum 20 tonn og þar af 17 tonn sem fengust í einu hali

Geir ÞH Mynd Þorgeir BAldursson