Örfirsey RE með 2 risatúra í Barentshafið.


í vetur þá fóru nokkrir frystitogarar til veiðar í  Barentshafinu  ( vona að þetta sé rétt skrifað, var skammaður fyrir að hafa þetta vitlaust heheh)

t.d Sólberg ÓF,  Sólborg RE,  Blængur NK,  Arnar HU 

Og síðan ÖRfrisey RE.

Örfrisey RE fór reyndar í tvö túra þarna uppeftir og óhætt er að segja að báðir túrarnir hafi gengið feikilega vel,

Fyrri túrinn sem fjallað var um hérna á Aflafrettir

Lesa má þá frétt HÉRNA....

Þá kom  Örfirsey RE með 1111 tonn í land og aflaverðmæti uppá 624 milljónir króna

í þeim túr þá var Arnar H Ævarsson skipstjóri með Örfrisey RE og landaði skipið á Vopnafirði,

þar voru áhafnaskipti og tók þá við skipinu Ævar Smári Jóhannsson ásamt áhöfn sinni,

og skipið kom til Reykjavíkur núna snemma í maí og með fullfermi eða 1331 tonn,

af því þá var þorskur um 921 tonn. enn skipið endaði túrinn á íslandsmiðum og var þá aukalega með um 211 tonn af ufsa.

Túrinn gekk mjög vel því og var hann 39 daga langur og inn í því er sigling í Barentshafið sem tekur 8 daga samtals

og því voru veiðidagarnir 31.    er þetta því um 43 tonn á daga. og síðustu 5 dagarnir voru teknir á íslandi, þar sem meðal annars ufsinn var tekinn

Aflaverðmætið var feikilega gott eða 680 milljónir króna.

Samtals hafa því þessar tvær ferðir gert því 2442 tonn og aflaverðmæti 1,3 milljarður króna

það gerir um 534 kr á kíló


Örfirsey RE mynd Jóhann Ragnarsson